Hefur meinið sáð sér í sogæðar eða blóðrás?
Meinafræðingur mun kanna hvort hann sér merki þess að krabbameinsfrumur hafi brotið sér leið inn í sogæðar og æðar í brjóstinu. Þessar æðar eru „hraðbrautir” sem flytja vökva og blóð um líkamann, bera með sér næringu og fjarlægja úrgang frá líkamsfrumunum. Þær tengja brjóstvöðvann við aðra hluti líkamans. Finnist krabbameinsfrumur í sogæðavökva eða blóði er möguleiki á að þær síist burt eða festist í eitlum. Þegar krabbameinsfrumur hafa brotið sér leið inn í æðakerfi brjóstsins eykur það hættu á að krabbameinsfrumur sái sér einnig út fyrir brjóstið.
|
Eðlilegt brjóst þar sem krabbameinsfrumur hafa sáð sér í sogæðar og háræðar í brjóstvefnum. A háræðar B sogæðar |
Stækkun: A Eðlileg fruma í mjólkurgangi B Krabbameinsfrumur C Grunnhimna D Sogæð E Blóðkorn E Brjóstvefur |
ÞB