Spurningar handa lækninum

  • Á hvaða stigi er brjóstakrabbameinið sem ég er með? Er það illkynja (ífarandi)?

  • Hvað sýndi könnun á hormónaviðtökum?

  • Hvað sýndi mæling á HER2 prótínviðtökum? Hvaða próf var notað til að komast að niðurstöðu: IHC (immunohistochemistry) eða FISH (fluorescence in situ hybridization).

  • Hvaða aðrar rannsóknir voru gerðar á brottnumdum vef?

  • Hver er staðan með skurðbrúnir/jaðra ?

  • Hver er vaxtarhraði krabbameinsfruma ?

  • Hver er fjöldi krabbameinsfrumna sem hlutfall af heildarfrumufjölda?

  • Hver er HER2/neu staða ?

  • Er íferð (útbreiðsla) í sogæðar/æðakerfi ?

  • Hvað sýndu rannsóknirnar?

  • Hvað er það sem einkennir helst krabbameinið í brjóstinu á mér?

  • Hvernig geta þessar upplýsingar stuðlað að því að ákveða hvers konar meðferð ég fæ eða hvaða rannsóknir til viðbótar eru nauðsynlegar?

ÞB