Er krabbameinið staðbundið eða ífarandi?
Sé einhver einn þáttur mikilvægari en annar í að átta sig á hvað einkennir tiltekið brjóstakrabbamein er það hvort meinið er staðbundið (in situ) eða ífarandi (invasive). Ífarandi krabbamein sáir sér út fyrir mjókurgang eða mjólkurkirtil og vex inn í heilbrigðan aðlægan vef í brjóstinu. Hvort krabbamein er staðbundið eða ífarandi ákvarðar hvaða meðferðarleiðir eru mögulegar og hvernig þú kannt að svara þeirri meðferð sem þú færð.
Staðbundið brjóstakrabbamein heldur sig í mjólkurgangi eða mjólkurkirtli og sáir sér hvorki í aðliggjandi vef í brjóstinu eða önnur líffæri eða líkamshluta. Það getur hins vegar þróast yfir í eða aukið hættuna á alvarlegra og ífarandi krabbameini.
Ífarandi brjóstakrabbamein hefur aftur á móti brotist í gegnum þau mörk sem eðlilegur brjóstvefur setur og dreift sér yfir í aðliggjandi svæði. Lestu um niðurstöður rannsóknar þar sem fjallað er um meðferð sem minnkar líkur á að fá ífarandi krabbamein eftir að hafa greinst með DCIS (staðbundið krabbamein í mjólkurgangi). Ífarandi krabbamein er mun hættulegra en staðbundið krabbamein og getur dreift sér til annarra hluta líkamans með blóðrás og sogæðakerfi.
|
Eðlilegt brjóst og stækkað þversnið af eðlilegum mjólkurgangi Stækkun:
|
Þú getur lesið meira og skoðað myndir af mismunandi tegundum staðbundis og ífarandi brjóstakrabameins á eftirtöldum síðum:
ÞB