Almennar upplýsingar um Þríneikvætt brjóstakrabbamein

Niðurstaða meinafræðirannsóknar kann að vera sú að þær krabbameinsfrumur sem skoðaðar voru hafi verið án viðtaka fyrir estrógen (táknað með ER-), án viðtaka fyrir prógesterón (táknað með PR-) og án HER2-viðtaka (Human Epidermal growth factor Receptor 2 (táknað með HER2-).

Að þessir viðtakar skuli ekki finnast merkir að um er að ræða „þríneikvætt brjóstakrabbamein”. Án nefndra viðtaka er ólíklegt að vöxtur krabbameinsfrumnanna örvist af estrógeni og/eða prógesteróni eða vaxtarboðum frá HER2 prótíni. Því svarar þríneikvætt brjóstakrabbamein ekki móthormónalyfjum (svo sem tamoxifeni eða aromatase-hemlum) eða lyfjum sem ráðast að HER2 viðtökum eins og trastuzumab (Herceptin®).

Hins vegar má nota önnur lyf til að meðhöndla þríneikvætt brjóstakrabbamein. Um það bil 10-20% brjóstakrabbameina – fleiri en eitt tilfelli af hverjum tíu – eru án þessara viðtaka og teljast þríneikvæð.

Rannsakendur hafa mikinn hug á að finna ný lyf sem unnt sé að meðhöndla með þessa tegund brjóstakrabbameins. Í rannsóknum sem verið er að gera er reynt að komast að því hvort með ákveðnum lyfjum megi trufla ferlið sem veldur því að þríneikvætt brjóstamein nær að vaxa.

Hér á eftir má finna eftirfarandi upplýsingar: