Hverjir fá þríneikvætt brjóstakrabbamein?
Hver sem er getur greinst með þríneikvætt brjóstakrabbamein. Rannsakendur telja sig þó hafa fundið vísbendingar um að líkurnar séu meiri hjá:
-
Yngra fólki. Meiri líkur eru á þríneikvæðu brjóstakrabbameini hjá þeim sem eru innan við fertugt eða fimmtugt, miðað við aldurshópinn 60 ára og eldri, þar sem aðrar tegundir brjóstakrabbameins eru algengari.
-
Konum af afrískum eða spænskum uppruna. Þríneikvætt brjóstakrabbamein er algengast hjá bandarískum blökkukonum og þar á eftir hjá konum af latínsku (spænsku) bergi brotnum. Líkur annarra kvenna, svo sem af asískum uppruna eða hvítra kvenna sem ekki eru af spænskum ættum eru minni.
-
Konum með BRCA1 krabbameinsgen (stökkbreyttan arfbera). Þegar fólk með ættgengan BRCA1 arfbera fær brjóstakrabbamein, sérstaklega fyrir fimmtugt, er yfirleitt um þríneikvætt brjóstakrabbamein að ræða.
ÞB