Hve stórt er meinið? Hefur það dreift sér?
Takmarkast það við brjóstið eða hefur það sáð sér í aðliggjandi svæði?
Stærð meinsins má mæla á ýmsa vegu:
-
Hve stórt það virðist vera við þreifingu.
-
Hve stórt það virðist vera á röntgenmynd eða við ómskoðun.
-
Hve stórt það mælist í smásjá meinafræðings.
Læknirinn styðst við þessar upplýsingar - ásamt öðrum einkennum meinsins - til að finna bestu lausnina við vandanum. Margir læknar greina krabbamein eftir fyrirfram ákveðmu kerfi sem notað er til að flokka krabbamein og miðast við:
-
Stærð æxlis.
-
Í hvaða mæli meinið hefur sett mark sitt á húð, vöðva og aðra nærliggjandi vefi.
-
Í hve marga eitla það hefur sáð sér.
Meira um hin ýmsu stig brjóstakrabbameina.
Læknar þínir þurfa að komast að því hvort meinið hefur sáð sér. Dreifingu brjóstakrabbameins er venjulega lýst með eftirfarandi hætti:
-
Staðfast: Krabbmeinið er aðeins í brjóstinu.
-
Svæðistengt: Krabbameinið hefur sáð sér í eitla, einkum í holhönd,
-
Fjarlægt eða dreift: Krabbamein finnst í öðrum líffærum eða líkamshlutum (fjarmeinvörp).
Stundum nota læknar orðin „staðfast og dreift” sem vísar þá til stórvaxins meins sem hefur sáð sér í hörund, brjóstvöðva, breytir lögun brjóstins eða hefur leitt til stækkunar á eitlum sem greinist með berum augum eða læknir getur fundið með þreifingu þegar hann skoðar þig.
ÞB