Langvarandi áhrif estrógens

Langvarandi og óslitin áhrif estrógens geta aukið líkur á brjóstakrabbameini. Vöxtur brjóstafrumna – eðlilegra jafnt sem óeðlilegra – örvast af estrógeni. Bæði á það við um estrógen sem þinn eigin líkami framleiðir á venjulegan hátt og það estrógen sem þú færð í líkamann með því að taka inn töflur (til dæmis við tíðahvarfaeinkennum). Eftirtaldir áhættuþættir brjóstakrabbameins eru taldir tengjast langvarandi og samfelldum áhrifum estrógens í líkamanum:

  • Að blæðingar hefjist á ungum aldri (fyrir 12 ára aldur).

  • Að fara seint inn í tíðahvörf (eftir 55 ára aldur).

  • Að verða fyrir áhrifum estrógens úr umhverfinu 

Á ofangreind atriði getur þú lítil eða engin áhrif haft. Um aðra áhættuþætti kann að gegna öðru máli:

  • Að fá sér fleiri en tvo áfenga drykki á viku því að það getur dregið úr hæfileika lifrarinnar til að stjórna estrógenmagni í blóði.

  • Að vera í hormónameðferð við tíðahvarfaeinkennum lengur en í fimm ár með estrógeni einu og sér eða með estrógeni og prógesteróni saman (líkur aukast um 5-40%, en flest tilfelli brjóstakrabbameins hjá konum í hormónameðferð við tíðahvarfaeinkennum hafa tilhneigingu til að vera á byrjunarstigi og afar læknanleg).

  • Að hafa aldrei gengið með og alið fullburða barn.

  • Að fæða fyrsta barn eftir þrítugt (fleiri ár sem líkaminn framleiðir estrógen óslitið).

  • Að vera of þung því að það eykur framleiðslu estrógens víðar en í eggjastokkum og þar með bætist við estrógenmagn líkamans.

ÞB