Hverjir fá brjóstakrabbamein?

Hjá öllum konum eru EINHVERJAR líkur á að fá brjóstakrabbamein – líkurnar haldast einfaldlega í hönd við “hættuna” sem fylgir því að lifa og vera til. Engu að síður eru margir áhættuþættir sem geta gert líkur afar mismunandi frá einni konu til annarrar. Þegar þú skilur hverjir eru sérstakir áhættuþættir þínir, áttu auðveldara með að stjórna þeim og þarft ekki að óttast það sem þú þekkir ekki.

Hérlendis er konum á aldrinum 40-69 ára boðið í brjóstamyndatöku (hópleit) annað hvert ár í Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Yngri konur geta einnig farið í brjóstamyndatöku (sérskoðun) en þær þurfa að hafa tilvísun til Leitarstöðvarinnar frá sínum heilsugæslulækni.  Konur 70 ára og eldri geta pantað tíma hjá Leitarstöðinni vilji þær halda reglubundnu eftirliti áfram, þar sem þær eru ekki boðaðar bréflega.

Konur sem hafa áhyggjur af einhverjum einkennum í brjósti (verk, bólgu, útferð) eða mikla ættarsögu um brjóstakrabbamein eiga að leita fyrst til læknis í skoðun til þess að komast að í brjóstamyndatöku í Leitarstöðinni. 

Erfðaráðgjöf krabbameina er starfrækt  á Landspítala þar sem hægt er að panta tíma beint í síma 543-5070.  Greiða þarf komugjald á göngudeild. Einnig þarf að greiða blóðtökugjald þegaar blóð er tekið vegna erfðarannsókna. 

Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem flestar konur fá. *Samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands greindust á árunum 2013-2017  að meðaltali 210 konur með brjóstakrabbamein á ári. Það eru tæplega fjórar konur í viku hverri . Flest bendir til að þessi tala muni fremur vaxa en hitt. Góðu fréttirinar eru hins vegar þær að fjöldi þeirra sem deyr úr brjóstakrabbameini hefur ekki aukist að marki síðustu 50 árin og yfir 90% þeirra sem greinast með sjúkdóminn eru á lífi eftir fimm ár.

Viljirðu kynna þér hvernig altækar og hlutfallslegar líkur eru fundnar, smelltu þá hér.


  • Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda. 

 ÞB