Spurt og svarað um skurðaðgerðir

Alls kyns sögusagnir hafa gengið frá einni kynslóð til annarrar um aðgerðir vegna brjóstakrabbameins. Nógu erfitt er að fást við staðreyndir sjúkdómsins án þess að þurfa að kvíða einhverju sem á sér enga stoð. Miklu skiptir að láta ekki útbreiddan misskilning koma í veg fyrir að leitað sé bestu fáanlegrar meðferðar. Á eftir fara nokkrar af algengustu sögusögnum um skurðaðgerðir vegna brjóstakrabbameins.


Getur skurðaðgerð hleypt andrúmslofti að krabbameininu og komið því til að dreifa sér?

Nei

Þér líður ágætlega og þá uppgötvast eitthvað tortryggilegt í brjóstinu. Þú ert skorin eða sýni tekið og þú færð greininguna: krabbamein. Þegar sýni sem síðar eru tekin sýna krabbamein annars staðar í líkamanum er ekki óeðlilegt að halda að með aðgerðinni hafi leiðin verið opnuð fyrir krabbamein að berast um líkamann. („Ég fann ekki fyrir neinu fyrr en eftir aðgerðina."). Meinvörp brjóstakrabbameins (þ.e. krabbamein sem hefur dreift sér úr brjóstinu til annarra hluta líkamans) getur verið fyrir hendi lengi án þess að finnist fyrir því. Aðgerðin olli því ekki að krabbameinið finnst víðar; það var komið löngu fyrir aðgerðina.

Er brjóstnám er öruggara en fleygskurður og geislameðferð?

Það þarf ekki að vera

Fyrir konur með minna en fjögurra sentímetra stórt krabbameinsæxli á einum stað í brjóstinu sem fjarlægt var með hreinum skurðbrúnum er fleygskurður ásamt geislameðferð að öllum líkindum jafn áhrifarík aðgerð og brjóstnám.

Ef brjóstakrabbamein er algengt í fjölskyldunni er þá heppilegt að fara í fleygskurð með geislameðferð á eftir?

Nei

Þótt mörg dæmi finnist um brjóstakrabbamein í fjölskyldu þinni þýðir það ekki að krabbameinið sem þú ert með sé sjálfkrafa hættulegra en annarra. Það þýðir ekki heldur að aðgerð sem gerir þér kleift að halda brjóstinu geti ekki hentað þér. Þú og læknir þinn munuð fara saman yfir ákveðna þætti þegar ákveðið verður hvers konar skurðaðgerð er heppilegust í þínu tilfelli. Þeir eru m.a. á hvaða stigi sjúkdómurinn er, hversu langt þú ert tilbúin að ganga í því skyni að koma í veg fyrir að krabbameinið taki sig upp eða nýtt krabbamein nái að þróast í brjóstinu og hvað einkennir krabbameinið.

Nei

Séu eitlarnir teknir, verður handleggurinn bólginn það sem eftir er ævinnar?

Þegar eitlar eru fjarlægðir með skurðaðgerð getur það haft í för með sér óþægilegar aukaverkanir svo sem viðvarandi óþægindi, doða og bólgur sem einu nafni kallast sogæðabólga . Yfirleitt gerist þetta aðeins í 5-10% tilfella. Hætta á sogæðabólgu getur farið upp í 25% ef allir eitlar í holhönd eru fjarlægðir (eitlar I., II. og III. hæðar eru teknir) ÁSAMT því að geisla eitlasvæðið eftir skurðaðgerð AÐ VIÐBÆTTRI meðferð með krabbameinslyfjum. Með því að hlífa handleggnum og hugsa vel um hann, fara í sjúkraþjálfun eða endurhæfingu er unnt að halda sogæðabólgu í skefjum og draga úr áhrifum hennar.

ÞB