Staðbundið mein í mjólkurkirtli - LCIS

Lobular Carcinoma In Situ - Bleðilkrabbamein

LCIS er skammstöfun úr latnesku orðunum Lobular Carcinoma In Situ sem á íslensku útleggst staðbundið mein í mjólkurkirtli, öðru nafni bleðilkrabbamein. Þetta er svæði, eitt eða fleiri, þar sem vart verður óeðlilegs frumuvaxtar sem eykur líkur á ífarandi brjóstakrabbameini síðar á ævinni. Þessar óeðlilegu frumur byrja að vaxa inni í mjólkurkirtlum (lobular) þaðan sem mjólkurgangar liggja út í geirvörtuna. Carcinoma er hvers kyns krabbamein sem á upptök sín í húð eða öðrum vef sem þekur líffæri – eins og t.d. í brjóstvef. In situ merkir bókstaflega „á sínum stað” og því er talað um staðbundið mein að það heldur sig inni í mjólkurkirtlinum og dreifir sér ekki í nærliggjandi vefi. Í konum sem greinast með LCIS verður meinsins yfirleitt vart í fleiri en einum mjólkurkirtli. Þótt í heitinu komið fyrir orðið „carcinoma” og „krabbamein" í orðinu bleðilkrabbamein er LCIS ekki raunverulegt krabbamein, en bendir hins vegar til að meiri hætta sé á að viðkomandi manneskja fái krabbamein síðar á ævinni en meðaltalið gefur til kynna. Því vilja sumir fremur tala um æxlismyndun en krabbamein. Æxlismyndun er óeðlilega nýmyndun vefs.

Yfirleitt greinist LCIS fyrir tíðahvörf, oftast hjá konum á aldrinum 40 til 50 ára. Undir 10% kvenna sem greinast með LCIS eru komnar yfir tíðahvörf. Þessa tegund er afar sjaldgæft að finna hjá körlum. Litið er á LCIS sem sjaldgæfan sjúkdóm en ekki er vitað hve útbreiddur hann er. Er það vegna þess að hann er einkennalaus og svona æxlismyndun sést yfirleitt ekki á brjóstamyndum. Oftast er fyrirbærið greint í tengslum við sýnatöku úr brjóstinu af einhverri annarri ástæðu. Hér á eftir má lesa meira um:

ÞB