Eftirlit vegna LCIS

Í samvinnu við lækni þarf að skipuleggja reglubundið eftirlit. Það getur falist í læknisskoðun á hálfs eða eins árs fresti ásamt brjóstamyndatöku og/eða annarri greiningarmyndatöku árlega.

Takir þú inn tamoxifen, þarftu að fara í skoðun og eftirlit hjá kvensjúkdómalækni (*eða á leitarstöð) á hverju ári, því lyfið kann að auka líkur á leghálskrabbameini. Öllu sem þú verður vör við og víkur frá því venjulega, svo sem óeðlilegum blæðingum, þarftu að segja lækni þínum frá. (Þetta á að sjálfsögðu ekki við, hafir þú farið í legnám.)

 

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

 ÞB