Einkenni og greining á LCIS

Staðbundið mein í mjólkurkirtli - LCIS - er yfirleitt talið forstig krabbameins. Meinið heldur sig í mjólkurkirtlum (lobular) og er staðbundið (in situ) sem þýðir að það hefur ekki dreift sér í aðliggjandi vefi.

3-7
Stækka mynd

Eðlilegt brjóst með staðbundið krabbamein í mjólkurkirtli (LCIS) og stækkað þversnið af mjólkurkirtli.

Þversnið af brjósti:
A Mjólkurgangur
B Mjólkurkirtill
C Víkkaður mjólkurkirtill fyrir brjóstamjólk
D Geirvarta
E Fita
F Stóri brjóstvöðvinn
G Bringa / rifjahylki

Stækkun:
A Eðlilegar kirtilfrumur
B Krabbameinsfrumur í mjólkurkirtli
C Grunnhimna



Einkenni LCIS

Staðbundnu meini í mjólkurkirtli fylgja yfirleitt engin einkenni eða teikn, svo sem hnútur eða aðrar sýnilegar breytingar á brjósti. LCIS sést ekki alltaf á brjóstamynd. Ein ástæðan er sú að í LCIS finnast yfirleitt ekki smásæjar kalkútfellingar sem myndast í öðrum tegundum brjóstakrabbameins. Á brjóstamyndum birtast smásæjar kalkútfellingar sem hvítir flekkir. Það er hald manna að mjög mörg tilfelli LCIS greinist ekki og valdi hugsanlega aldrei neinum vandamálum.


Að greina LCIS

LCIS er yfirleitt greint eftir að tekið hefur verið sýni úr brjóstinu vegna einhvers annars, t.d. vegna þess að eitthvað óeðlilegt hefur sést á brjóstamynd eða grunsamlegur hnútur hefur þreifast. Sýnistaka kann að vera af ýmsu tagi:

  • Fínnálarsýni: Mjög fínni, holri nál er stungið í brjóstið. Frumusýni er tekið og rannsakað í smásjá. Svona sýnistaka skilur ekki eftir sig ör.

  • Grófnálarsýni: Stærri nál er stungið í brjóstið til að sækja í það nokkur stærri vefsýnishorn af því svæði sem virðist grunsamlegt. Til að koma nálinni í gegnum hörundið þarf skurðlæknir að gera örlítinn skurð. Eftir verðir örsmátt ör sem verður nær ósýnilegt eftir fáeinar vikur.

  • Skurðsýni: Tekinn er svolítill vefur til að rannsaka hann nánar.

  • Brottnámssýni: Um leið og sýnið er tekið er leitast við að fjrlægja grunsamlega vefjarþéttingu (hnút) úr brjóstinu.

Þegar frumu- eða vefjarsýni er skoðað í smásjá, kann LCIS að líkjast mjög DCIS, staðbundnu meini í mjólkurgangi – einkum lágrar gráðu, samvöxnu DCIS. Ólíkt staðbundnu meini í mjólkurkirtli (LCIS) er DCIS krabbamein sem þarfnast meðferðar með skurðaðgerð og oft eftirfarandi geislameðferð. Því er skiljanlegt að þú viljir vita hvers vegna meinafræðingurinn telur að um LCIS sé að ræða fremur en DCIS. Þú gætir hugsanlega viljað leita álits annars meinafræðings til að fá fullvissu um þetta atriði. Í yfir helmingi tilfella er LCIS fjölhreiðra sem þýðir að óeðlilegur frumuvöxtur finnst í mörgum mjólkurkirtlum. Hjá um það bil 2 af hverjum 3 konum með LCIS finnast sömu breytingar í báðum brjóstum. Þótt LCIS teljist ekki brjóstakrabbamein, heldur forstig brjóstakrabbameins, nefnir læknir þinn ef til vill krabbamein á stigi 0 (núll). Stigakerfi brjóstakrabbameins er notað til að lýsa hve langt krabbamein hefur dreift sér út fyrir blettinn þar sem æxlið á upptök sín. Bæði LCIS og DCIS eru flokkuð sem brjóstakrabbamein á stigi 0 og á fyrsta hugsanlega stigi þess (forstigsbreytingar).

 ÞB