LCIS og líkur á brjóstakrabbameini
Talið er að fólk, aðallega konur, sem greinist með LCIS sé líklegra til að fá ífarandi brjóstakrabbamein á næstu áratugum en meðaltalið segir fyrir um. Því líta margir læknar á LCIS sem eins konar „merkigen” sem bendi til aukinnar brjóstakrabbameinshættu. Krabbameinið getur hvort heldur sem er verið ífarandi frá mjólkurgangi eða ífarandi frá mjólkurkirtli. Ífarandi krabbameinið kann að þróast út frá upprunalega LCIS svæðinu, en ekki þarf svo að vera, og það getur myndast í hvoru brjóstinu sem er. Ífarandi mein frá mjólkurgangi er í rauninni algengara hjá manneskjum sem hafa greinst með LCIS en ífarandi mein frá mjólkurkirtli. Hve mikið aukast líkurnar á brjóstakrabbameini með LCIS? Í einni áætlun er gert ráð fyrir að ævilíkur á að fá ífarandi brjóstakrabbamein séu 30-40% hjá þeim sem hafa greinst með LCIS á meðan líkur hjá öðrum eru um 12,5%. Í annarri áætlun geta fræðingar sé til að LCIS komi líkum á brjóstakrabbameini upp í 21% á næstu 15 árum frá greiningu.
Fái kona sem greinst hefur með LCIS ífarandi brjóstakrabbamein gerist það yfirleitt ekki nærri strax. Mun meiri líkur eru á að greinast eftir 10, 15 eða 20 ár og jafnvel enn lengri tíma. Kona sem greinst hefur með LCIS er líklegri til að fá ífarandi brjóstakrabbamein en aðrar sem ekki greinast, og þær líkur fylgja henni það sem eftir er.
ÞB