Sjaldgæfar tegundir ífarandi meins frá mjólkurgangi
Til eru tegundir ífarandi meins frá mjólkurgangi sem eru sjaldgæfari en aðrar. Í þeim tilfellum líta krabbameinsfrumurnar svolítið öðruvísi út og hegða sér einnig á annan hátt en frumur ífarandi meins frá mjólkurgangi (IDC) gera að jafnaði. Talaðu við lækni þinn, fáir þú þannig greiningu, og fáðu að vita hvernig eða hvort það gæti haft áhrif á meðferðina. Unnt er að lesa meira um þessar tegundir krabbameins á eftirfarandi síðum:
-
Gangaæxli í brjósti (Tubular Carconoma of the Breast)
-
Kjarnakrabbamein í brjósti (Medullary Carcinoma of the Breast)
-
Slímkrabbamein í brjósti (Mucionous Carcinoma of the Breast)
-
Totukrabbamein í brjósti (Papillary Carcinoma of the Breast)
-
Síukrabbamein í brjósti (Cribriform Carcinoma of the Breast)
Læknarnir sem eru ábyrgir fyrir efni Sjaldgæfari tegundir ífarandi meins frá mjólkurgangi eru:
-
Jennifer J. Griggs, M.D., með krabbameinslækningar og blóðsjúkdómalækningar sem sérgrein. Starfar við Krabbameins- og blóðsjúkdómadeild University of Michigan, Ann Arbor, MI.
-
Clifford Hudis, yfirlæknir brjóstakrabbameinsdeildar Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, New York, NY.
Þessir læknar eru meðlimir í Læknaráði Breastcancer.org, þar sem eiga sæti yfir 70 sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum brjóstakrabbameinslækninga og -rannsókna.
ÞB