Gangaæxli í brjósti
Gangaæxli í brjósti er sjaldgæf tegund ífarandi meins frá mjólkurgangi. Af öllum tilfellum brjóstakrabbameins eru um það bil 1-2% gangaæxli. Í þessari tegund krabbameins er æxlið yfirleitt smávaxið og myndað úr rör- eða pípulaga frumum af lágri gráðu. „Lág gráða” táknar að frumurnar líkjast nokkuð eðlilegum, heilbrigðum frumum og þær vaxa yfirleitt hægt.
Minni líkur eru á því að gangaæxli sái sér út fyrir brjóstið en aðrar tegundir brjóstakrabbameins. Einnig er auðveldara að meðhöndla það.
Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur þeirra sem greinast með gangaæxli er miður fimmtugsaldur til tæplega sjötugs. Á eftirfarandi síðum má lesa meira: