Einkenni og greining gangaæxlis
Þegar brjóst er skoðað eru teikn um gangaæxli í brjósti ekki alltaf augljós. Hér á eftir er sagt frá einkennum og aðferðum sem læknar nota við greininguna.
Einkenni og teikn
Eins og á við um aðrar tegundir brjóstakrabbameins kann það að vera einkennalaust til að byrja með. Með tímanum verður hnúturinn hugsanlega nógu stór til að þreifast við sjálfskoðun eða hjá lækni. Æxlin eru yfirleitt smávaxin – 1 cm eða minna í þvermál – þétt í sér og hörð viðkomu.
Greining
Flest gangaæxli uppgötvast annað hvort við brjóstaskoðun með þreifingu eða við brjóstamyndatöku. Á röntgenmynd lítur gangaæxli út eins og lítil þétting, óregluleg að lögun. Frekari rannsókna er þörf til að segja með vissu hvað er á ferð.
Greining á gangaæxli gerist yfirleitt í nokkrum áföngum:
-
Brjóstið er þreifað. Læknir þinn finnur ef til vill hnút í brjóstinu þegar hann þreifar það eða þú finnur hann sjálf við þreifingu.
-
Brjóstamyndataka. Með henni er unnt að staðsetja æxlið og leita að merkjum um krabbamein í báðum brjóstum.
-
Segulómun (MRI), ómskoðun eða hvort tveggja kann að koma til greina. Þá fást ítarlegri myndir af brjóstunum og unnt að leita teikna um krabbameins annars staðar í líkamanum.
-
Sýnistaka. Með því að taka sýni er unnt að fjarlægja allt æxlið eða hluta þess og skoða í smásjá. Sýni má taka með því að nota sérstaka nál (grófnálarsýni) eða með því að gera lítinn skurð (brottskurðarsýni). Vefjarsýni er lykilþáttur í því að fá fram nákvæma greiningu því á myndum er ekki unnt að greina gangaæxli frá öðrum tegundum brjóstakrabbameins eða góðkynja hnút (ekki krabbamein).
Þegar sýnið er rannsakað í smásjá er leitað að pípulöguninni sem meinið dregur nafn sitt af. Sérfræðingar eru á einu máli um að mikill meirihluti æxlisfrumna verði að hafa þetta dæmiegrða útlit til að meinið getir kallast gangaæxli. Því „pípulagaðra” sem það er, þeim mun minni líkur eru á að það dreifi sér og þeim mun auðveldara er að meðhöndla það. Gangaæxli finnst stundum nærri öðrum og algengi tegundum brjóstakrabbameins. Staðbundið mein í mjólkurgangi (DCIS)) er oft að finna nærri eða samanvið gangakrabbamein. Sjaldgæfara er, en kemur þó fyrir, að læknar finni staðbundið mein í mjólkurkirtli (LCIS - sem er forstig krabbameins í mjólkurkirtlum) og stundum jafnvel ífarandi mein frá mjólkurkirtli. Rannsóknir sýna að um 10-15% þeirra kvenna sem greinst hafa með gangaæxli í öðru brjóstinu, eru einnig með krabbamein í hinu. Meinið í hinu brjóstinu er yfirleitt ífarandi mein frá mjólkurgangi (IDC), algengasta tegund brjóstakrabbameins. Þess vegna er mjög mikilvægt að bæði brjóstin séu rannsökuð vel. Það á við um gangamein eins og aðrar sjaldgæfar tegundir brjóstakrabbameins, að sérkunnáttu þarf til að greina það. Kannski viltu leita álits annars læknis, fáir þú þessa greiningu. Önnur mikilvæg einkenni gangameins í brjósti eru þessi:
-
Það er hormóna-viðtaka-jákvætt: Rannsóknir sýna að gangaæxli reynast í 80-90% tilfella vera með estrógen-viðtaka. Oftast eru þau einnig með viðtaka fyrir prógesterón – í um það bil 68-75% tilfella samkvæmt einni ákveðinni rannsókn.
-
Það er HER2-viðtaka-neikvætt: Yfirleitt finnast engir viðtakar fyrir HER2- prótín á gangaæxlum