Meðferð við gangaæxli
Samráð verður haft við þig um meðferðina. Sértu með gangaæxli – sem er þá aðallega samsett úr pípulaga frumum án þess að aðrar tegundir brjóstakrabbameinsfrumna sér þar að finna – er líklegt að ekki sé þörf fyrir jafn mikla meðferð eins og við ífarandi mein frá mjólkurgangi. Finnist ífarandi mein frá mjólkurgangi (IDC) í sama brjósti eða í hinu brjóstinu, verður meðferðin sniðin að þeirri staðreynd og miklar líkur á að hún verði öðruvísi en væri eingöngu um gangaæxli að ræða. Gangaæxli eru yfirleitt smávaxin og dreifa sér yfirleitt ekki í holhandareitla.
Meðferðin gæti falist í:
-
Skurðmeðferð til að fjarlægja æxlið og grunsamlega eitla. Skurðmeðferð gæti verið eitthvað af eftirfarandi:
-
-
Fleygskurður: Skurðlæknir fjarlægir aðeins æxlið („hnútinn”) og svolítið af heilbrigðum aðliggjandi vef. Stundum eru einnig fjarlægðir eitlar úr holhönd til rannsóknar.
-
Einfalt brjóstnám: Eingöngu er fjarlægður brjóstvefur, án þess að fjarlægja eitla eða vöðvavefinn undir brjóstvefnum. Hugsanlega er tekið sýni úr varðeitli til að kanna ástand eitlana næst æxlinu og hvort þar er einhverjar krabbameinsfrumur að finna.
-
Breytt róttækt brjóstnám: Brjóstið er allt fjarlægt, himna brjóstvöðvans og einhverjir holhandareitlar. Þar sem gangaæxli er yfirleitt smávaxið og hefur litla tilhneigingu til að dreifa sér, er þessi aðgerð sjaldan framkvæmd.
-
-
Viðbótarmeðferð, svo sem með andhormónum, geislum og/eða krabbameinslyfjum
-
-
Krabbameinslyfjameðferð felur í sér að fá frumudrepandi lyf, ýmist í töfluformi eða með lyfjagjöf í æð. Lyfin berast með blóðrásinni til allra hluta líkamans. Markmiðið er að tortíma öllum krabbameinsfrumum sem kunna að hafa sáð sér út frá upprunalega meininu (frumæxlinu).
-
Fleygskurði má fylgja eftir með geislameðferð, en þá er orkumiklum geislum beint að svæðinu þar sem krabbameinið var til að tortíma öllum krabbameinsfrumum sem hugsanlega finnast þar. Þótt litið sé á geislameðferð eftir fleygskurð sem viðtekna leið, kunna einhverjir læknar að telja að hún sé óþörf í tengslum við gangakrabbamein, einkum þar sem æxlið var smávaxið.
-
Andhormónameðferð felst í að taka inn lyf eins og tamoxifen eða aromatase-hemla, sem ýmist loka fyrir áhrif estrógens eða minnka magn estrógens í líkamanum. Nánast öll gangaæxli eru estrógen-viðtaka-jákvæð, sem þýðir að sennilega reynast andhormónalyf árangursrík.
-
Margir læknar byggja meðmæli sín með andhormónameðferð og krabbameinslyfjameðferð á því hve stórt gangaæxlið var og hvort einhver merki finnast um að það hafi borist í eitla. Hér á eftir fara nokkrar þumalputtareglur – en skoðanir lækna kunna að vera mismunandi á því hvort viðbótarmeðferð sé nauðsynleg vegna gangaæxlis.
-
Sé æxlið minna en 1 cm og engar eða mjög fáar krabbameinsfrumur í einum holhandareitli: Hugsanleg er mælt með andhormónalyfi, en frekari meðferð er óþörf.
-
Sé æxlið 1 til 2,9 cm að stærð, engar eða mjög fáar krabbameinsfrumur í einum holhandareitli: Meðferð með krabbameinslyfjum kemur til greina ásamt andhormónameðferð.
-
Sé æxlið 3 cm eða stærra og hefur sáð sér til eitla í holhönd: Mælt er sterklegar með krabbameinslyfjameðferð og andhormónameðferð að henni lokinni.
Þið læknir þinn getið rætt hvaða áhætta eða ávinningur geti falist í að fara í aðrar meðferðir en skurðmeðferð.
Þeir sem um málið hafa fjallað eru ekki á eitt sáttir um nauðsyn viðbótarmeðferðar þegar gangamein eru annars vegar. Svona æxli eru lítil og vaxa hægt og því telja sumir sérfræðingar að lítið gagn sé að viðbótarmeðferð. Þegar öllu er á botninn hvolft er því líklegast að ákvörðun verði tekin út frá tilfinningu ykkar fyrir því hvað sé þér fyrir bestu.
Flest gangamein eru án viðtaka fyrir prótínið HER2/neu (HER2-viðtaka neikvæð), þannig að yfirleitt væri ekki gefið lyfið trastumuzab (Herceptin®). Gakktu samt úr skugga um það við lækni þinn hvort það lyf kynni að koma þér að gagni.
ÞB