Kjarnakrabbamein í brjósti
Kjarnakrabbamein í brjósti er sjaldgæf tegund ífarandi krabbameins frá mjólkurgangi eða um það bil 3-5% tilfella brjóstakrabbameins. Enska heiti þessa meins er medullary carcinoma of the breast. Meinið er mjúkt fitukennt þykkildi sem líkist þeim hluta heilans sem kallast mænuhöfuð.
Kjarnakrabbamein getur greinst hjá konum á hvaða aldri sem vera skal, en finnst þó oftast hjá konum öðru hvoru megin við fimmtugt. Kjarnakrabbamein er algengara hjá konum með BRCA 1 stökkbreytingu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þessi tegund meins er algengari í Japan en í Bandaríkjunum.
Frumur kjarnakrabbameins eru yfirleitt af hárri gráðu í útliti en hegða sér eins og krabbameinsfrumur af lágri gráðu. Með öðrum orðum, þá líta þær út fyrir að vera ágengar og afar óeðlilegar en haga sér ekki sem slíkar. Kjarnakrabbamein vex ekki hratt og sáir sér yfirleitt ekki út fyrir brjóst í eitla. Yfirleitt er auðveldara að meðhöndla það en aðrar tegundir brjóstakrabbameins.
Á eftirfarandi síðum má lesa meira um:
ÞB