Síukrabbamein í brjósti

Ífarandi síukrabbamein í brjósti einkennist af því að krabbameinsfrumur ráðast inn í grunnvef í brjóstinu og mynda þar eins konar hreiður á milli mjólkurganga og mjólkurkirtla. Inni í æxlinu eru greinilegar holur eða göt á milli krabbameinsfrumnanna og er nafngiftin dregin af því. Ífarandi síukrabbamein er yfirleitt af lágri gráðu sem merkir að frumurnar líta út og hegða sér að vissu leyti eins og eðlilegar, heilbrigðar brjóstafrumur. Í um það bil 5-6% ífarandi brjóstakrabbameina getur ákveðinn hluti æxlis talist síukrabbamein. Jafnframt síukrabbameini er yfirleitt einnig að finna staðbundið krabbamein í mjólkurgangi (DCIS).  

Um hvernig ífarandi síukrabbamein er meðhöndlað má lesa í greininni um meðferð við ífarandi meini frá mjólkurgangi

 ÞB