Slímkrabbamein í brjósti
Slímkrabbamein í brjósti er sjaldgæf tegund ífarandi krabbameins frá mjólkurgangi. Um slímkrabbamein í brjósti er að ræða í 2-3% allra tilfella brjóstakrabbameins. Í þessari tegund krabbameins er æxlið myndað af óeðlilegum frumum sem „fljóta" í slímpollum. Uppistaða slímpollanna er slepjugt og hált efni sem í daglegu tali kallast slím eða hor, komi það út um nefið.
Við eðlilegar aðstæður eru flest innri líffæri líkamans þakin slími, svo sem meltingarvegur, lungu, lifur og fleiri mikilvæg líffæri. Margar tegundir krabbameinsfrumna — þar á meðal flestar brjóstakrabbameinsfrumur — framleiða eitthvert slím. Í slímkrabbameini verður hins vegar slímið aðaluppistaðan í æxlinu og umlykur brjóstakrabbameinsfrumurnar.
Slímkrabbamein greinist fyrst og fremst hjá konum sem komnar eru úr barneign. Nokkrar rannsóknir sýna að algengasti aldurinn við greiningu er 60 ár og þar yfir.
Minni líkur eru á að slímkrabbamein sái sér í eitla en aðrar tegundir brjóstakrabbameins og auðveldara að meðhöndla það en aðrar tegundir.
Á síðunum hér á eftir má lesa meira um slímkrabbamein:
ÞB