Totukrabbamein í brjósti
Ífarandi totukrabbamein í brjósti er sjaldgæft og tilfellin innan við 1-2% af ífarandi brjóstakrabbameinum. Oftast finnst þessi tegund hjá rosknum konum sem komnar eru yfir tíðahvörf. Æxli af þessari tegund er yfirleitt með skýrar útlínur og er myndað af litlum puttalaga totum. Oft er gráðan 2, eða miðlungsgráða, á kvarðanum 1 til 3 þar sem gráða 1 nær yfir krabbameinsfrumur sem líta út og hegða sér talsvert líkt og heilbrigðar brjóstafrumur en gráða 3 nær yfir mjög óeðlilegar og hraðvaxandi krabbameinsfrumur. Í flestum tilfellum ífarandi totukrabbameins finnst einnig staðbundið krabbamein í mjólkurgangi (DCIS). (DCIS er tegund krabbameins sem heldur sig inni í mjólkurgangi.)
Upplýsingar um hvernig meðferð er veitt við ífarandi totukrabbameini má finna í greininni um meðferð við ífarandi meini frá mjólkurgangi.
ÞB