Meðferð

Á undanförnum árum hafa orðið stórstígar framfarir í meðhöndlun brjóstakrabbameins og með nýjum meðferðarleiðum aukast væntingarnar. Í stað þess að eingöngu sé um að ræða eina eða tvær mismunandi meðferðarleiðir er nú hægt að velja úr fjölda meðferða sem hægt er að beita á þær mismunandi frumugerðir sem er að finna í hverju einstöku krabbameinstilfelli. Úrræðin eru - skurðaðgerð, að henni lokinni ef til vill geislameðferð, andhormónameðferð og/eða meðferð með krabbameinslyfjum.

Unnt er að hjálpa þér að skilja á hvaða stigi krabbamein þitt er og hvaða kostir eru tiltækir í stöðunni þannig að læknir þinn og þú getið komist sameiginlega að niðurstöðu um hvaða meðferðarleiðir eru heppilegastar fyrir ÞIG.

*Hafi þér ekki gefist ráðrúm til að mynda þér skoðun eða láta hana í ljósi eða vilt helst af öllu láta ákvörðunina alfarið í hendur krabbameinslækni þínum, getur samt hugsast að síðar meir langi þig til að átta þig betur á því sem var gert eða stendur til að gera. Tíminn með krabbameinslækni er fljótur að líða og margar spurningar vakna venjulega að honum loknum, jafnvel þótt þú hafir undirbúið þig vel og haft með þér minnislista. Hér til vinstri er listi yfir meðferðarleiðir þar sem  margvíslegum spurningum svarað.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB