Andhormónameðferð

Í stuttu máli:

„Andhormónameðferð er ekki hið sama og hormónagjöf. Andhormónameðferð (and-estrógen meðferð) vinnur gegn brjóstakrabbameini þar sem krabbameinsfrumur eru með of marga hormónaviðtaka. Andhormónar eru gjörólíkir þeim hormónum sem konum eru gefnir á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf. Þannig hormónagjöf er ekki meðferð við brjóstakrabbameini. Konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein er yfirleitt ekki talið óhætt að taka inn þess konar hormóna."

Andhormónalyf virka á hormónaviðtaka-jákvætt brjóstakrabbamein á tvo vegu:

  • með því að minnka magn hormónsins estrógens í líkamanum

  • með því að loka á virkni estrógens í brjóstakrabbameinsfrumum.

Megnið af estrógeni í líkama kvenna verður til í eggjastokkum. Estrógen ýtir undir vöxt hormónaviðtaka-jákvæðs brjóstakrabbameins. Með því að minnka magn estrógens eða loka fyrir áhrif þess er unnt að draga úr líkum á að hormónaviðtaka-jákvætt brjóstakrabbamein taki sig upp eftir skurðaðgerð. Andhormónalyf má einnig nota til að minnka eða hægja á vexti hormónaviðtaka-jákvæðs brjóstakrabbameins á síðari stigum eða meinvörpum þess.

Andhormónalyf koma EKKI að gagni við meðhöndlun á hormónaviðtaka-neikvæðu brjóstakrabbameini.

Til eru nokkrar tegundir andhormónalyfja, þar á meðal aromatase-hemlar, valkvæðir estrógenviðtakabreytar (Selective Estrogen Receptor Modulators) og s.k. ERD-lyf sem loka á eða eyðileggja estrógenviðtakana (Estrogen Receptor Downregulators). Í sumum tilfellur er hugsanlegt að fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara með skurðaðgerð (brottnám) sem lið í því að meðhöndla hormónaviðtaka-jákvætt brjóstakrabbamein eða sem fyrirbyggjandi aðgerð á konum sem mikil hætta er á að fái brjóstakrabbamein. Einnig er unnt að loka á starfsemi eggjastokka tímabundið með lyfjum.

Mikilvægt er að átta sig á að andhormónameðferð er EKKI hið sama og hormónameðferð (HRT = Hormone Replacement Therapy). Þannig hormónar eru ekki gefnir til að meðhöndla brjóstakrabbamein, (*reyndar er íslenska orðið „andhormónar" svo gagnsætt að það skýrir sig sjálft). Sumar konur nota venjuleg hormónalyf við erfiðum tíðahvarfaeinkennum, svo sem hitakófum og geðsveiflum. Hormónarnir eru þá notaðir til að auka estrógenmagn sem minnkar mjög við tíðahvörf (á breytingaskeiðinu). Í svona hormónalyfjum er estrógen og jafnvel líka prógesterón og fleiri hormónar. Andhormónalyf gegna þveröfugu hlutverki, sem sé því að loka á eða minnka estrógenmagn líkamans

 

Í þessum hluta getur þú kynnt þér eftirfarandi atriði:

  • Hvað er andhormónameðferð? Hér getur þú aflað þér frekari vitneskju um hormónaviðtaka og hvernig þeir starfa, hvernig best er að tímasetja andhormónameðferð með hliðsjón af öðrum meðferðum og mismunandi tegundir þessarar meðferðar sem hefur áhrif á allan líkamann.

  • Arómatasa-hemjarar.  Hér geturðu fengið að vita allt um þær þrjár tegundir aromatasa-hemjara sem nú eru tiltækar – arimidex, aromasin og femara – og kynnt þér niðurstöður stórra rannsókna sem hafa leitt til þess að aromatase-hemjarar eru nú þau lyf sem mælt er með handa konum komnum úr barneign með brjóstakrabbamein með hormónaviðtökum.

  • SERM-lyf (Selective Estrogen Receptor Mudulators)
    Hér geturðu kynnt þér hvort tamoxifen kunni að vera rétta lyfið fyrir þig og fengið að vita meira um hin SERM-lyfin - Raloxifene® og Toremifene®.

  • ERD-lyf (Estrogen-Receptor Downregulators)
    Hér geturðu lesið þér til um lyfið Faslodex® (efnafræðiheiti: fulvestrand) og notkun þess við fjarmeinvörpum brjóstakrabbameins með hormónaviðtökum hjá konum komnum úr barneign og að hvaða leyti það lyf er ólíkt öðrum andhormónalyfjum.

  • Leiðir til að gera eggjastokka óvirka eða fjarlægja þá.  Hér má lesa um hvernig hægt er með lyfjum að minnka estrógenframleiðslu til mikilla muna og um brottnám eggjastokka með skurðaðgerð á konum í barneign með brjóstakrabbamein með hormónaviðtökum.

  • Samanburður á andhormónameðferðum.
    Hér geturðu skoðað upplýsingar um andhormónameðferðir hlið við hlið og séð hvað er líkt og hvað ólíkt með þeim.

  • Fyrir hverja er andhormónameðferð?  Hér getur þú athugað hvort andhormónameðferð er það sem hentar þér best, hvort sem þú ert í barneign, komin úr barneign, miklar líkur eru á að þú greinist með krabbamein, ert með brjóstakrabbamein með hormónaviðtökum á byrjundarstigi eða með langt gengið brjóstakrabbamein með hormónaviðtökum.

  • Gagnsemi andhormónameðferðar.
    Hér má lesa um smáa og stóra, almenna og sértæka kosti hverrar andhormónameðferðar fyrir sig.

  • Aukaverkanir andhrmónameðferðar.
    Hér má lesa um sameiginlegar aukaverkanir allra andhormónameðferða og þær aukaverkanir sem eru sérstakar fyrir hvert einstakt lyf.

  • Hve lengi stendur andhormónameðferð? Hér getur þú kynnt þér hvort hentar betur að halda sig við sama lyfið eða skipta um lyf innan fimm ára og hvort áframhaldandi andhormónameðferð að fimm árum liðnum getur hentar þér.

  • Fréttir af rannsóknum á andhormónameðferðum.
    Um þessar mundir er verið að gera margvíslegar rannsóknir á andhormónameðferðum sem leiða til framfara. Kynntu þér hvaða áhrif nýjar niðurstöður hafa á meðmæli sérfræðinga um hvernig best er staðið að því að veita meðferð.

  • Sigurður Böðvarsson, læknir með lyf- og krabbameinslækningar sem sérgrein, las yfir Andhormónameðferð í þessum hluta brjostakrabbamein.is.

Gert er mögulegt að halda úti þessum hluta bandarísku síðunnar breastcancer.org - Andhormónameðferð - með óskilyrtum fræðslustyrk frá Pfizer Oncology.

ÞB