Aukaverkanir andhormónalyfja


Eins og á við um flest í lífnu hefur hver tegund andhormónalyfs bæði kosti og galla. Stundum er auðveldara að velja ef hægt er að stilla kostunum upp hlið við hlið og skoða þá þannig.

Aukaverkanir andhormónalyfja eru breytilegar eftir lyfjaflokkum þótt sumar aukaverkanir fylgi öllum andhormónalyfjum. Aukaverkanir geta verið fáar og varað stutt eða verið vægar og viðráðanlegar (þótt þær kunni að trufla). Aðrar aukaverkanir kunna að vera alvarlegar. Líta þarf til allra þátta, gagnsemi, áhættu og perónulegrar líðanar þegar þið læknir þinn ákveðið hvaða andhormónalyf verður fyrir valinu.

Taflan hér fyrir neðan gefur yfirlit yfir þær aukaverkanir sem hugsanlega má búast við. Síðan er fjallað nánar um hvert atriði fyrir sig í þessum hluta.

Aukaverkanir sem fylgja hverju lyfi sérstaklega:

Tegund andhormónalyfs:

Aukaverkanir:

Tamoxifen

 • Aukin hætta á leghálskrabbameini (<1% kvenna)

 • Aukin hætta á blóðtappa og skýi á auga (<1% kvenna)

 • Aukin hætta á heilablóðfalli (<1% kvenna)

 • Spurningar um frjósemi

 Aromatase-hemlar

 • Veikja beinin

 • Sumir auka magn slæms kólestróls í blóði    

 • Aukin hætta á blóðtappa

 • Sum lyf geta valdið magakveisu og kallað fram svita

 

 

 ERD-lyf

 • Veikja beinin

 • Bólga á stungusvæði

 • Hugsanlegir magaverkir, höfuðverkir og bakverkir

 

 

Starfsemi eggjastokka stöðvuð eða brottnám eggjastokka

 • Veikir beinin

 • Veldur ófrjósemi (óafturkræft)


Aukaverkanir sameiginlegar öllum andhormónalyfjum:

(Ekki finna allar konur fyrir öllum þessum aukaverkunum)

 • Geðsveiflur

 • Depurð/þunglyndi

 • Þyngdaraukning

 • Hitakóf

 • Þurrkur í leggöngum

 • Þemba

 • Snemmbúin tíðahörf (sem hugsanlega ganga til baka)

 • Slæmir beinverkir (aðeins við meinvörp)

Ræddu við lækni þinn um hvernig meta má annars vegar mismunandi aukaverkanir og hins vegar gagnið sem þú kannt að hafa af andhormónameðferðinni. Til að komast að niðurstöðu þurfið þið læknir þinn að hafa í huga eðli og útbreiðslu krabbameinsins sem þú ert með, heilsufar þitt að öðru leyti, hvort þú ert enn í barneign eða ekki, svo og önnur lyf sem þú hefur fengið eða tekur núna. Hugsanlega þurfið þið að ræða saman oftar en einu sinni til að komast að niðurstöðum um hvort það er ósk þín að byrja andhormónameðferð og þá hvaða lyf sé réttast fyrir þig að fá.

Byrjaðu á að tala við þann lækni sem þekkir þig best. Krabbameinslæknir hefur til að bera mesta þekkingu á andhormónalyfjum. Hvaða ákvörðun sem þú tekur er skynsamlegt að endurskoða öðru hverju og fara yfir þau lyf sem þú tekur inn.

Í þessum hluta má lesa meira um:

Aukaverkanir sameiginlegar öllum andhormónalyfjum

Aukaverkanir tamoxifens

Aukaverkanir aromatase-hemla

Aukaverkanir ERD-lyfja

Aukaverkanir þess að stöðva starfsemi eggjastokka eða taka þá 

 ÞB