Fréttir af rannsóknum á andhormónalyfjum

Læknar mæla fyrst og fremst með andhormónalyfjum út frá þeim árangri sem þau sýna í klínískum rannsóknum. Í þannig rannsókn er fólki gefið tækifæri til að reyna ný lyf undir vökulu auga og eftirliti til að auðvelda læknum að finna bestu meðferðina með sem fæstum aukaverkunum. Svona rannsóknir stuðla að framförum í læknismeðferð.

Skýrslur með niðurstöðum nýrra rannsókna kunna að leiða í ljós hvað er líkt með mismunandi meðferðum og hvað ólíkt, sýna nýjar leiðir til að setja saman eða tímasetja meðferð og betri aðferðir til að koma í veg fyrir eða hafa stjórn á aukaverkunum. Þegar niðurstöður slíkra rannsókna hafa verið birtar kann það að breyta almennum fyrirmælum um meðferð.

Þótt skýrslur um nýjar uppgötvanir veki ævinlega eftirvæntingu og vonir, þá hafa þær yfirleitt ekki verið prófaðar eða sannaðar. Með tímanum bætast við nýjar rannsóknir og nýjar kannanir með þátttöku mikils fjölda kvenna og þá geta niðurstöðurnar leitt til ákveðnari niðurstöðu. Læknir þinn gæti vilja sjá ítarlegri og nánar útfærða rannsókn áður en hann lætur þig hætta á lyfi sem hefur sannað gildi sitt til þess að prófa eitthvað nýtt.

Í hverjum mánuði birtast fréttir á breastcancer.org um framfarir á sviði andhormónalyfja sem kunna að koma þér að gagni. 

Á ensku má nálgast fréttir af nýjustu rannsóknum því að gerð er grein fyrir því áhugaverðasta á  Research NewsViljirðu ennfremur fylgjast með því nýjasta á breastcancer.org, þar á meðal því sem er að finna inni á Ask-the-Expert Online Conferences, er tilvalið að skrá sig á free email updates.

 

*Vegna takmarkana sem höfundaréttarlög setja er gilda um aðkeyptar greinar á breastcancer.org er ekki unnt að birta efni þeirra á íslensku á þessum vef.

*Innskot þýðanda.

ÞB