Geislameðferð
Geislameðferð er hnitmiðuð meðferð. Hún beinist að ákveðnu, afmörkuðu svæði og er áhrifarík í því skyni að eyða krabbameinsfrumum sem kunna enn að vera fyrir hendi að skurðaðgerð lokinni. Meðferðin dregur úr hættu á að sjúkdómurinn taki sig upp. Þótt margar konur óttist hana er tiltölulega auðvelt að þola geislameðferð og aukaverkanir takmarkast einkum við svæðið sem verið er að meðhöndla. Konum með stór brjóst er hættara við aukaverkunum í húð en öðrum. Þreyta gerir þó iðulega vart við sig.
Þessi hluti brjostakrabbamein.is getur hjálpað þér að takast á við geislameðferð með því að:
-
Útskýra hvernig geislun virkar.
-
Leiðrétta ýmsar sögusagnir og misskilning.
-
Segja þér við hverju er að búast meðan á meðferð stendur.
-
Fræða þig um hvernig hægt er að hafa stjórn á aukaverkunum.
Sérfræðingur í geislameðferð er Dr. Marisa Weiss, M.D., krabbameinslæknir með geislalækningar sem sérgrein við Thomas Jefferson University Health System, Philadelpha, PA, samdi þennan hluta.
Dr. Weiss á sæti í ráðgefandi læknaráði breastcancer.org þar sem eiga sæti rúmlega 60 sérfræðingar á sviði krabbameinslækninga og skildra greina.
Íslensku þýðinguna lásu og staðfærðu:
Dr. Helgi Sigurðsson, prófessor/yfirlæknir í krabbameinslækningum við læknadeild Háskóla Íslands/Landspítala
Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri geislameðferðar krabbameins á LSH.
Með því að fara inn á heimasíðu http://www.breastcancer.org/tre_rad_idx.html er hægt að nálgast bækling á ensku um meðferð við krabbameini Your Guide to Breast Cancer Treatment, eða leggja inn beiðni um prentað eintak.
ÞB