Hrífur geislameðferðin?

Almennt má segja að geislameðferð þjóni þeim tilgangi að eyða krabbameinsfrumum sem kunna að leynast á brjóstsvæðinu eftir aðgerð (brjóstnám, fleygskurð, með eða án eitlanáms). Vegna þess að krabbameinsfrumur eru of smáar til að greinast öðru vísi en í smásjá er í rauninni ekki hægt að vita með vissu hvort geislameðferðar er þörf eða ekki né hvort hún skilar tilætluðum árangri. Engar áþreifanlegar sannanir er að hafa fyrir því hvernig krabbameinsfrumur bregðast við geislun og því er afar mikilvægt að þú fylgir allri meðferðinni eins og upphaflega var ákveðið að hún yrði.

Hjá konum sem meðhöndlaðar eru með geislum við dreifðu krabbameini geta einkennin stundum versnað áður en þau lagast. Það er vegna þess að krabbameinsfrumum er illa við að láta geisla sig - þær geta átt það til að þrútna út áður en þær skreppa saman. Þrotinn getur aukið þrýsting á viðkvæmar taugar. Verkjameðferð og á stundum stuttir sterakúrar geta linað þessi tímabundnu einkenni.  Greining að meðferð lokinni munu leiða í ljós í hve miklum mæli krabbameinsfrumum hefur fækkað við geislameðferðina.   

ÞB