Vítamín sem ber að varast
Geislalæknir þinn kann að segja þér að forðast að taka inn vítamín sem eru þekkt „andoxunarefni” (eins og t.d. C-, A-, D- og E-vítamín) meðan á geislameðferð stendur. Það er vegna þess að fjörefni þessi geta truflað möguleika geislameðferðar á að ráða niðurlögum krabbameinsfrumna.
Ástæðan er þessi: Geislameðferð vinnur meðal annars á þann hátt að geislarnir framkalla sindurefni – kraftmikil stakefni sem skadda krabbameinsfrumur. Andoxunarefni hins vegar KOMA Í VEG FYRIR myndun sindurefna eða gera þau óvirk þegar þau myndast.
Þarna stangast á markmið geislameðferðar og hlutverk andoxunarefna. Meðan á meðferð stendur er því skynsamlegt að hætta að taka inn fæðubótarefni eða vítamín sem hafa andoxunareiginleika. Þegar henni er lokið er þér óhætt að halda áfram að taka þau inn.
Meðan á meðferð stendur er best og einfaldast að neyta heilsusamlegrar fæðu sem inniheldur öll þau fjörefni sem þú þarft á að halda. Ólíklegt er að vítamín sem líkaminn vinnur á eðlilegan hátt úr fæðunni trufli meðferð. Mataræði meðan á meðferð stendur.
ÞB