Geislameðferð við fjarmeinvörpum brjóstakrabbameins
Stundum dreifa brjóstakrabbameinsfrumur sér til annarra hluta líkamans. Þegar það gerist er krabbameininu lýst sem dreifðu krabbameini, fjarmeinvörpum brjóstakrabbameins eða krabbameini á stigi IV. Hugtakið „meinvarp” tengist því svæði sem krabbamein hefur sáð sér til og er þá t.d. talað um „meinvörp í beinum”.
Hjá konum með sjúkdóminn á meinvarpsstigi getur geislun minnkað eða hjálpað til við að stöðva útbreiðslu krabbameins á því svæði sem það hefur sáð sér í. Geislameðferð getur:
-
dregið úr sársauka,
-
minnkað hættu á beinbrotum þar sem bein hafa veiklast af völdum krabbameins,
-
dregið úr blæðingum,
-
gert öndun léttari með því að opna stíflaðan öndunarveg eða
-
létt á þrýstingi á taug sem hefur lent í klemmu og veldur verkjum, doða eða máttleysi.