Hvenær er rétt að hefja geislameðferð?

Hvenær þú ferð í geislameðferð og hvar í meðferðarferlinu, fer eftir þér og þínu tilfelli. Hægt er að gefa geisla strax eftir skurðmeðferð eða annars konar meðferð. Hér koma dæmi um mismunandi röð meðferða þar sem geislameðferð er beitt:

  • Skurðmeðferð → krabbameinslyfjameðferð → geislameðferð → mögulega andhormónameðferð.

  • Skurðmeðferð → geislameðferð → mögulega andhormónameðferð.

  • Krabbameinslyfjameðferð, marksækin meðferð eða andhormónameðferð → skurðmeðferð → geislameðferð → mögulega andhormónameðferð.

Ef til vill veltir þú fyrir þér í hvaða röð meðferðirnar verða sem þú ferð í og hvernig læknar ákveða í hverja er best fyrir þig að fara fyrst, hverja næst o.s.frv. Yfirleitt er það svo að meðferð með krabbameinslyfjum kemur fyrst á eftir skurðmeðferð, sé hún inni í meðferðarplaninu. Geislameðferð kemur svo á eftir krabbameinslyfjameðferð - yfirleitt er ekki farið í báðar meðferðir samtímis. Oftast er látinn líða um það bil mánuður frá því að krabbameinslyf af anthracycline-gerð eru gefin í síðasta sinn (doxorubicin/Adriamycin®, epirubicin) þangað til geislameðferð hefst. Tvær til þrjár vikur eru látnar líða frá því að Taxol® (paclitaxel), Taxotere® (docetaxel) eða Abraxane® (albumin-bundið paclitaxel) er gefið í síðasta sinn, þangað til geislameðferð hefst.

Þegar ekki er gert ráð fyrir meðferð með krabbameinslyfjum hefst geislameðferð yfirleitt fljótlega eftir skurðmeðferð. Tímasetningin fer eftir því hvers konar geislun þú ferð í:

Hægt er að lesa meira um tímasetningu meðferða  og hvers vegna meðferðarleiðirnar eru svona margar með því að smella á undirstrikuðu orðin.

ÞB