Aukaverkanir geislameðferðar

Mörgum sjúklingum kemur á óvart hve geislameðferðin er miklu auðveldari en þeir höfðu gert sér í hugarlund. Hugmyndir þeirra um ýmsar hliðarverkanir sem þeir bjuggust við reyndust einskær misskilningur. Það breytir því ekki að geislameðferð í þeim tilgangi að gera út af við krabbameinsfrumur í líkamanum getur einnig skaðað heilbrigðar frumur og áhrifin leyna sér ekki. Líkt og ávinningur af geislameðferð kemur smám saman muntu einnig smám saman fara að finna fyrir hliðarverkunum.

Í þessum hluta er lýst í grófum dráttum þeim viðbrögðum sem þú mátt búast við að líkaminn sýni við geislameðferð þannig að þú getir búið þig undir að takast á við þau.

Með því að sjá viðbrögðin fyrir og bregðast fljótt við þeim getið þið læknir þinn dregið mjög úr áhrifum þeirra á tilveru þína. Ekki eru allir sem finna fyrir aukaverkunum. Að meðferð lokinni er algengast að aukaverkanir heyri einnig sögunni til án þess að veitt sé einhver sérstök læknishjálp við þeim.

Heilræðin sem hér fylgja á eftir – til viðbótar við fundi þína með geislalækni og hjúkrunarfræðingi – geta hjálpað þér að takast á við aukaverkanir, verði þeirra vart.

ÞB