Óþægindi í holhönd

Eftir eitlanám kvarta margar konur undan óþægindum og bólgu í holhöndinni og geislameðferð getur aukið þau enn frekar

Skurðaðgerðin kann að valda nokkrum óþægindum í holhönd af ýmsum ástæðum:

  • Húðin verður dofin þegar skorið er á taugar.

  • Þú kannt að finna fyrir verkjum eða eymslun undir húðinni vegna þess að skurðlæknirinn togaði, teygði og skar meðan á aðgerðinni stóð

  • Þroti eða bólga er hluti af viðbrögðum líkamans við því áfalli sem skurðaðgerð er fyrir hann. Hafi eitlar verið fjarlægðir, kann sogæðavökvi að renna í öfuga átt á meðan hann leitar nýs farvegs.

Þegar geislameðferð bætist við skurðaðgerð getur ástandið versnað enn eftir þrjár til fjórar vikur í geislum. Stöðugur núningur handleggjar við holhöndi getur ert húðina enn frekar. Sviti eykur enn á ertingu.

Til að milda óþægindin má reyna ýmislegt:

  • Nota maísmjöl (Maizena) í stað svitaeyðis til að minnka núning.*

  • Forðast að nota sterka sápu, svitaeyði (antiperspirant) eða svitalyktareyði (deodorant).

  • Raka sig alls ekki undir höndum meðan á geislameðferð stendur.

  • Nota rafmagnsrakvél til að komast hjá því að særa eða skrapa húðina í holhöndinni þegar þú tekur að raka þig undir höndunum á nýjan leik.


*Hjúkrunardeildarstjóri telur að ekki sé rétt að nota neins konar púður.

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda og ábyrgðarmanns.

ÞB