Viðkvæm svæði á húðinni
Húðin efst uppi á brjóstinu innanverðu kann að sýna meiri merki um ertingu en annars staðar vegna þess að:
-
Leið geislans liggur samsíða húðinni og yfir hana á þessu svæði (en ekki bara í gegnum hana eins og á öðrum svæðum þar sem hann fellur hornrétt).
-
Yfirleitt hefur þetta svæði fengið á sig talsverða sól í áranna rás og því er húðin lengur að jafna sig á frekari skemmdum.
Þversneið af konu sem fær geisla á brjóstið | |
---|---|
![]() |
|
Húðin í holhöndinni hefur tilhneigingu til að ertast meira en önnur svæði vegna þess að:
-
Handleggurinn nuddast við geislaða húðina til viðbótar við þá ertingu sem fylgir svita og hári undir höndum.
Húðin við fellinguna undir brjóstinu hefur tilhneigingu til að ertast meira en önnur svæði vegna þess að:
-
Flestir brjóstahaldarar nuddast við húðina á þessum stað.
-
Geislinn fer einnig samsíða húðinni á þessum stað.
-
Húðin í fellingunni nuddast við við brjóstið.
ÞB