Innvortis geislun
*Hér á landi er innvortis geislun ekki beitt á brjóstakrabbamein þótt hún sé stundum notuð við aðrar tegundir krabbameins.*
Þessari aðferð er stöku sinnum beitt í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að geislavirku efni er komið fyrir í brjóstholinu um stundarsakir á þeim stað þar sem æxlið var. Venjulega er þetta ekki gert fyrr en í lok meðferðar og gert til að styrkja eða bæta við venjulega útvortis geislun á allt brjóstið.
Í sumum tilvikum þegar fleygur hefur verið tekinn úr brjóstinu og með því fjarlægt krabbameinsæxli á fyrstu stigum, getur innvortis geislun á æxlissvæðið skilað jafngóðum árangri og það að geisla allt brjóstið. Enn er verið að rannsaka þessa tegund geislunar.
Rannsókn ein sýndi að fimm árum eftir meðferð var ekki unnt að greina neinn mun, hvorki í lifun né endurkomu krabbameins, hjá konum sem höfðu farið í meðferð við brjóstakrabbameini á fyrstu stigum með fleygskurði og geislun á allt brjóstið og hjá hinum sem voru með sams konar sjúkdóm, fóru í fleygskurð en fengu geislameðferð með þessari tækni eingöngu á það svæði þar sem æxlið hafði verið. Kannski geturðu rætt þetta atriði við lækni þinn og fundið út með honum hvor aðferðin mundi koma sér betur fyrir ÞIG.
*Málsgrein afmörkuð með stjörnum er athugasemd yfirlesara.
ÞB