Útvortis geislun

Hérlendis er alltaf geislað útvortis. Við þessa aðferð er notað stórt tæki – línuhraðall – sem beinir geislun á brjóstið, en það gerist með því að koma rafeindum í lofttæmdu röri á mikinn hraða með rafsegulbylgjum. Geislameðferð er venjulega gefin einu sinni á dag – á göngudeild – í fimm vikur. Það er undantekning ef gefin er lengri geislameðferð. 

radiation_treatment1[2]

Stækka mynd

Kona í stöðu til að fá geislameðferð framan á brjóstið. Geisla beint að framhlið.

A Skærgult: Brjóst í meðferð.
B Ljósgult: Geislinn í loftinu snertir ekki konuna.
C Op á línuhraðli.
D Höldur sem styðja undir hægri handlegg konunnar.


radiation_treatment2[2]

Stækka mynd

Kona í stöðu til að fá geislameðferð frá hlið. Geisla beint að hlið.

A Skærgult: Brjóst í meðferð.
B Ljósgult: Geislinn í loftinu snertir ekki konuna.
C Op á línuhraðli.
D Höldur sem styðja undir handlegg.


radiation_treatment3[2]

Stækka mynd

Þversnið af konu sem fær geislameðferð á brjóstsvæðið.

A Geislinn framan á.
B Geislinn á hliðina.
C Skærgult: Svæðið sem verið er að geisla.
D Brjóstkassinn/rifjahylkið.
E Hjarta.
F Lungu.
G Hryggur.
H Bringubein.


Eins og sést á þessum myndum verður brjóstið líklega geislað úr tveimur mismunandi áttum sem skerast á svæðinu sem verið er að meðhöndla.

  • Annar geislinn kemur að brjóstinu frá hlið og stefnir á miðja bringuna (þar sem bringubeinið er).

  • Hinn geislinn byrjar í miðri bringu og fer út til hliðarinnar.

Geislalæknir getur hámarkað geislamagn sem fer á brjóstsvæðið og lágmarkað geislun sem hittir aðra hluta líkamans með því að:

  • Meðhöndla brjóstsvæðið með því að stilla stefnu geislans þannig að hann strjúkist yfir brjóstkassann og rétt nái að nema við brjóstsvæðið.

  • Láta geisla fara eins nærri brjóstsvæðinu og mögulegt er.

treatment_session[2]

Stækka mynd

Sjúklingur liggjandi á bekk í línuhraðli.

Mynd birt með leyfi Varian Medical Systems, Inc.Næsta síða:
Innvortis geislun


 

Síðast uppfært í nóvember 2010