Hvers vegna geislameðferð er nauðsynleg

Þótt hugsanlegt sé að skurðlæknirinn hafi fjarlægt allt krabbamein – „náð öllu" - er ekki hægt að tryggja með skurðaðgerð einni saman að ekki leynist einhvers staðar krabbameinsfruma. Hið sama má raunar segja um allar aðrar meðferðarleiðir við krabbameini.

Stakar krabbameinsfrumur eru of smáar til þess að hægt sé að finna fyrir þeim eða koma auga á þær við skurðaðgerð eða með röntgenmyndatöku. Krabbameinsfrumur sem kunna að sitja eftir að skurðaðgerð lokinni geta vaxið og með tímanum myndað æxli eða birst sem hnútur á brjóstamynd. Þær geta einnig átt það til að sá sér í aðra hluta líkamans og birtast þar sem meinvörp.

Eftir skurðaðgerð við brjóstakrabbameini vill hver einasta kona eiga sem allra mesta möguleika á að fá aldrei aftur krabbamein. Geislameðferð er leið til að nálgast það markmið. Rétti tíminn til að takast á við krabbameinsfrumur sem hugsanlega leynast einhvers staðar er að lokinni skurðaðgerð. Þá eru góðar líkur á að fjöldi þeirra sé óverulegur.

Af þessum sökum mun læknir þinn vilja að þú hefjir geislameðferð fljótlega eftir skurðaðgerð eða fljótlega eftir að meðferð með krabbameinslyfjum lýkur. Án geislunar eða annarra stuðningsmeðferða að lokinni skurðaðgerð kunna líkur á að krabbameinið taki sig upp á ný að vera mun meiri en ella.

Nýleg rannsókn (á ensku) sýndi að konur sem fá geislameðferð eftir fleygskurð eru líklegri til að lifa lengur og án krabbameins en konur sem ekki fá geislameðferð. Önnur rannsókn sýndi að líkur á að fá aftur krabbamein í sama brjóst eru 40% meiri en ella hjá konum sem ekki fá geislameðferð eftir fleygskurð. Enn önnur rannsókn (á ensku) sýndi að jafnvel konum með mjög lítil krabbameinsæxli (1 sentímeter eða minni) getur gagnast að fá geislameðferð eftir fleygskurð.

ÞB