Fréttir af rannsóknum á geislameðferð

Reglulega birtast á vef breastcancer.org ágrip og fréttir af rannsóknum sem fela í sér mikilvægar framfarir, m.a. á sviði geislameðferðar. Sérfræðingar eru einkum á höttunum eftir fréttum um:

1. Hvernig unnt er að auka árangur og minnka aukaverkanir geislameðferðar.

2. Geislameðferð eftir fleygskurð,

3. Geislun á öllu brjóstsvæðinu samanborið við að geisla aðeins hluta brjóstsins.

Sérfræðingar breastcancer.org lesar yfir greinar sem lýsa nýjustu rannsóknum á sviði brjóstakrabbameins í leit að fróðleik um áhugaverðar uppgötvanir og framfarir, mikilvægum nýjum upplýsingum og fréttum af breytingum á því hvernig brjóstakrabbamein er greint og meðhöndlað. Meginefni hverrar greinar er sett fram á einföldu og skýru máli, mikilvægið útlistað, sagt frá því hvernig staðið var að rannsókninni og hvaða máli niðurstöðurnar kunna að skipta.

Greinar um rannsóknarniðurstöður eru birtar á Research News. Greinarnar falla undir höfundalög og breastcancer.org getur því ekki heimilað að efni þeirra sé þýtt og birt á brjostakrabbamein.is

ÞB