Tíu helstu atriðin í sambandi við geislameðferð á brjóst


  1. Geislameðferð á brjóst felst í því að senda geisla á afmarkað svæði (brjóstið) í því skyni að deyða krabbameinsfrumur sem hugsanlega er enn að finna í brjóstinu að skurðaðgerð lokinni.

  1. Þegar geislameðferð er gefin er það alveg sársaukalaust. Geislameðferð getur hins vegar valdið einhverjum verkjum eða óþægindum þegar líður á meðferðina.

  1. Geislun utanfrá, algengasta aðferðin við geislameðferð, gerir þig ekki geislavirka.

  1. Yfirleitt er geislameðferð gefin daglega alla virka daga í allt að fimm vikur. Erlendis er til í dæminu að geislameðferð sé gefin tvisvar á dag í eina viku, en tíðkast ekki hérlendis.

  1. Þar sem sjálf geislameðferðin tekur stutta stund, ef til vill 20 mínútur - þótt stundum megi búast við einhverri bið - eru miklar líkur á að þú getir haldið daglegum venjum þínum meðan á meðferð stendur.

  1. Þú missir ekki hárið af geislameðferð nema þú sért einnig í meðferð með krabbameinslyfjum.

  1. Húðin á geislaða svæðinu getur roðnað, orðið aum viðkomu og viðkvæm fyrir hvers kyns ertingu.

  1. Þegar líður á meðferðina gætir þú farið að finna fyrir þreytu. Þreytutilfinningin getur varað í nokkrar vikur – jafnvel mánuði – eftir að meðferð er lokið.

  1. Aukaverkanir geislameðferðar eru yfirleitt tímabundnar.

  1. Það á við um flestar tegundir brjóstakrabbameins að gera má ráð fyrir að geislameðferð að lokinni skurðaðgerð dragi stórlega úr hættu á að krabbamein taki sig upp á nýjan leik.


ÞB