Hve mikla geislun?

Grunneining geislunar kallast hér á landi og í Evrópu „Gray" (í Ameríku „rad" eða „centiGray"). Daglegur skammtur er einnig þekkt stærð - „brot" - vegna þess að hver skammtur er aðeins brot af heildargeisluninni sem mælt er fyrir um. Yfirleitt er daglegur geislaskammtur 1,8 til 2 „Grays".

Venjulegur geislaskammtur á allt brjóstið eða á holhandarsvæði er yfirleitt um 48-50 „Grays" á fimm vikum. Hugsanlega mælir læknir þinn með að þú fáir viðbótargeislun, 16 „Grays" á rúmri viku, sem beint er að staðnum þar sem æxlið var. 

Samanlögð geislun sem er veitt á brjóstið ákvarðast af atriðum eins og:

  • Stærð æxlis,

  • stærð skurðbrúna,

  • sérstökum einkennum krabbameinsins („persónuleika"),

  • hvort krabbamein hefur borist í eitla,

  • tegund skurðaðgerðar (brjóstnám eða fleygskurður),

  • tegund geislunar (útvortis eða innvortis) sem þú ferð í.

Farir þú í geislameðferð á svæðum sem krabbamein hefur sáð sér í, veltur skammturinn á jafnvel enn fleiri þáttum. Algengasti skammtur sem er gefinn er 30 „Grays" á tveimur vikum.

ÞB