Merkingar

Þegar meðferðarsvæði hefur verið ákvarðað og staðfest merkir geislafræðingur eða hjúkrunarfræðingur inn á brjóstið með sérstökum penna. Þessar merkingar hjálpa til við að stilla meðferðarsvæðið af í hvert sinn sem þú kemur í geislun.

Á flestum krabbameinsmiðstöðvum er mælt með því að notað sé húðflúr til að merkja meðferðarsvæði fremur en blekmerkingar því að blekið dofnar. Merkingu með húðflúri má fjarlægja síðar. Sé meðferðarsvæði merkt inn með penna mun blekið dofna. Því er rétt að forðast að þvo merkta svæðið of oft meðan á meðferð stendur. Hægt er að gera merkingarnar skýrari í hvert sinn sem þú kemur í geisla.

 

*Hérlendis tíðkast ekki að nota húðflúr og er merkingum haldið við með penna eftir þörfum.

 

*Málsgrein merkt stjörnu er athugasemd yfirlesara.

 ÞB