Herceptin® og hefðbundin meðferð með krabbameinslyfjum
Trastuzumab (Herceptin®) og hefðbundin meðferð með krabbameinslyfjum eru tvær ólíkar leiðir til að vinna bug á krabbameini sem báðar hafa reynst árangursríkar við krabbameini á II., III. og IV. stigum þegar HER2 viðtakar eru fyrir hendi. Lestu meira um hvernig herseptín getur dregið úr líkum á að krabbamein taki sig upp á ný að lokinni hefðbundinni meðferð með krabbameinslyfjum. Aðferðirnar verka á mismunandi vegu einar og sér en þær verka einnig mjög vel saman eða hvor á eftir annarri.
Meðferð með herceptíni kallast marksækin meðferð vegna þess að lyfið virkar einungis á krabbameinsfrumur sem eru með of mikið af HER2 viðtökum. Þannig krabbameinsfrumur er sagt að séu HER2-jákvæðar, þ.e.a.s þær eru með of marga HER2 viðtaka. Herceptín ræðst fyrst og fremst á krabbameinsfrumur með of marga HER2 viðtaka en lætur flestar eðlilegar frumur í friði.
Margvísleg krabbameinslyf er hægt að gefa með herceptíni. Yfirleitt fást fram mögnunaráhrif með því að gefa það og önnur lyf saman, þar á meðal:
-
Docetaxel (Taxotere®)
-
Paclitaxel (Taxol®)
-
5-FU (5-fluorouracil)
-
Capecitabine (Xeloda®)
-
Vinorelbine (Navelbine®)
-
Gemcitabine (Gemzar®)
-
Cyclophosphamide (Sendoxan®).
Lyfið doxorubicin (Adriamycin®) og lyfið epirubicin (Ellence®) eru gefin á undan eða eftir herceptíni (ekki samtímis).
Flestar þessar lyfjategundir tortíma krabbameinsfrumum með því að trufla vöxt þeirra og viðgang. Þau geta hins vegar einnig haft áhrif á heilbrigðar frumur og valdið fleiri aukaverkunum en herceptín.
Herceptín ásamt meðferð með krabbameinslyfjum er mjög áhrifarík þegar í hlut eiga konur með dreift krabbamein og konur með fyrri stig krabbameins með HER2 viðtökum. Í sameiningu geta þessar meðferðir:
-
Stuðlað að því að minnka eða eyða krabbameini sem hefur sáð sér úr brjósti í aðra hluta líkamans.
-
Minnkað meðalstórt eða stórt æxli fyrir skurðaðgerð.
-
Dregið úr hættu á að krabbamein taki sig upp á ný eftir skurðmeðferð hjá konum með meðalstórt æxli (2 sentímetrar eða stærra) eða eitlameinvörp (og skiptir þá engu máli af hvaða stærð æxlið er).
Herceptín og krabbameinslyf eru notuð saman á marga mismunandi vegu. Fer það eftir því á hvaða stigi stjúkdómurinn er, meðferðum sem þú hefur hugsanlega áður farið í, hvernig þú bregst við meðferðinni sem þú ert í sem stendur, hvernig heilsufar þitt er að öðru leyti ásamt ýmsum öðrum atriðum sem snerta þig persónulega.
ÞB