Svona er Herceptin® gefið
Herceptín (Herceptin®) er aðeins hægt að gefa í æð. Þá er sett upp nál eða æðarleggur í handlegg (þeim megin sem ekki var skorið í brjóstið) og lyfið látið dropa inn í líkamann í gegnum hann.
*Hér á landi er lyfið aðeins gefið á göngudeild LSH og á FSA (Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri), ýmist einu sinni í viku eða á þriggja vikna fresti. Meðferðin gæti tekið lengri tíma í fyrsta skipti en þau næstu. Reiknað er með 90 mínútum í fyrsta skipti en hálftíma eftir það. Yfirleitt er gefið saltvatn að lyfjagjöf lokinni. Læknir þinn metur þetta og útskýrir fyrir þér hvað til stendur að gera. Til að byrja með var herseptín gefið að hámarki í hálft ár hér á landi, en færst hefur í vöxt að gefa það konum í heilt ár að hámarki ef um viðbótarmeðferð (fyrirbyggjandi meðferð) er að ræða en lengur ef um dreift krabbamein er að ræða.
Sértu með dreift krabbamein og byrjuð á herceptíni, heldur þú áfram að fá það gefið nema:
-
Læknir þinn telji að ekki sé lengur gagn að því í þínu tilfelli.
-
Læknir þinn mæli með að þú hættir að fá lyfið vegna aukaverkana.