SERM-lyf
SERM-lyf (Selective Estrogen-Receptor Modulators) koma í veg fyrir áhrif estrógens í brjóstvef. SERM-lyf virka þannig að þau setjast á estrógenviðtaka frumnanna. Þegar SERM-lyf hefur komið sér fyrir á estrógenviðtaka er ekkert pláss fyrir estrógenið og það nær ekki að hengja sig á frumuna. Þegar estrógen nær ekki til brjóstafrumu, tekur hún ekki heldur við boðum um að vaxa og skipta sér.
Frumur í öðrum vefjum líkamans, svo sem í beinum og legi, eru einnig með viðtaka fyrir estrógen. Þeir estrógenviðtakar eru svolítið annarrar gerðar og fer það eftir því hvers konar frumu er um að ræða. Estrógenviðtakar á brjóstafrumum eru öðruvísi en viðtakar fyrir estrógen í beinafrumum, og báðar þessar tegundir frumna eru frábrugðnar viðtökum fyrir estrógen í legi. Fyrsti stafurinn í skammstöfuninni SERM stendur fyrir „selective" (val; sem grundvallast á vali) - og það þýðir að SERM-lyfin sem loka á virkni estrógens í brjóstafrumum getur virkjað starfsemi estrógens í öðrum frumum, svo sem í beina-, lifrar- og legfrumum.
Til eru þrenns konar SERM-lyf:
-
tamoxifen (einnig nefnt tamoxifen citrate; heiti lyfs: Nolvadex®
-
Evista® (efnafræðiheiti: ralaoxifene)
-
Fareston® (efnafræðiheiti: toremifene)
Öll lyfin eru töflur og tekin inn ein tafla á dag. Tamoxifen er elsta og þekktasta SERM-lyfið og það lyf sem oftast er ávísað á.
SERM-lyf má nota til að meðhöndla konur bæði fyrir og eftir tíðahvörf.
Gagnsemi SERM-lyfja
Þar sem tamoxifen er það SERM-lyf sem mest er notað hafa flestar rannsóknir sem snúast um að bera saman SERM-lyf og aromatase-hemla miðað við tamoxifen. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem tamoxifen er borið saman við aromatase-hemla til að kanna hvor tegundin beri meiri árangur við meðhöndlun á hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini á fyrstu stigum hjá konum komnum úr barneign*.
*Konur fara úr barneign við tíðahvörf þegar vissum aldri er náð, en einnig þegar starfsemi eggjastokkanna er stöðvuð með lyfjum eða þeir eru fjarlægðir með skurðaðgerð.
Byggt á niðurstöðum þessara rannsókna fylgja flestir læknar eftirfarandi forskrift:
-
Aromatase-hemlar er það andhormónalyf sem byrjað er á. Við meðferð á hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini á fyrstu stigum sýna aromatase-hemlar meiri árangur og minni aukaverkanir en tamoxifen.
-
Að skipta yfir í aromatase-hemla eftir að hafa tekið inn tamoxifen í 2 til 3 ár (þannig fæst andhormónameðferð í samtals 5 ár) gerir meira gagn en að vera í 5 ár á tamoxifeni. Að taka inn aromatase-hemla í 5 ár eftir að hafa verið á tamoxifen í 5 ár heldur áfram að minnka líkur á að krabbameinið takið sig upp miðað við að halda ekki áfram á aromatase-tálmum eftir 5 ár á tamoxifen.
-
Að taka inn aromatase-hemla í 5 ár eftir að hafa tekið inn tamoxifen í 5 ár heldur áfram að minnka líkur á að fá krabbamein á ný, samanborið við að taka engin lyf eftir að tamoxifentímabilinu lýkur.
Fyrir konur sem enn eru í barneign þegar þær greinast með hormónaviðtaka-jákvætt brjóstakrabbamein, er SERM-lyfið tamoxifen viðtekin andhormónameðferð.
Aukaverkanir SERM-lyfja
SERM-lyf kunna að valda alvarlegum aukaverkunum, þar á meðal blóðtappa, heilabrlóðfalli og legkrabbameini. Séuð þið læknir þinn að íhuga tamoxifenmeðferð eða meðferð með einhverju öðru SERM-lyfi, segðu þá lækni þínum frá því ef þú reykir eða hefur fengið blóðtappa eða hjartaáfall. Sértu að taka inn SERM-lyf og finnur fyrir einhverju af eftirtöldum einkennum, hafðu þá TAFARLAUST samband við lækni þinn.
-
óeðlilegri blæðingu úr leggöngum eða óeðlilegri útferð
-
verk eða þrýstingi á lífbein
-
bólgu í fótleggjum eða eymsli
-
brjóstverk
-
andþrengslum
-
máttleysi, smástungum eða doða í andliti, handlegg eða fæti
-
skyndilegri sjóndepru
-
svima
-
skyndilegum mjög slæmum höfuðverk
Algengustu aukaverkanir SERM-lyfja eru:
-
þreyta
-
hitakóf
-
nætursviti
-
útferð frá leggöngum
-
skapsveiflur
Hitakóf og nætursviti af völdum SERM-lyfs geta verið bagaleg en bresk rannsókn sem gerð var árið 2008 bendir til að konur sem fundu fyrir hitakófum og nætursvita á þeim tíma sem þær tóku inn andhormónalyf áttu síður á hættu að brjóstakrabbameinið tæki sig upp (endurkoma) en aðrar. Vitandi að þessar aukaverkanir geta bent til þess að líkur minnka á að meinið taki sig upp gæti hjálpað sumum að halda sig við meðferðina þrátt fyrir aukaverkanir.
Ávinningur telst að SERM-lyf geta örvað beinfrumur og styrkt beinin þannig að dragi úr hættu á beinbrotum.
* Við mörgum þeim aukaverkunum sem hér er minnst á, eru gefin ráð og leiðbeiningar í greinum sem er að finna undir Daglegt líf.
Lesa má meira um SERM-lyf í eftirfarandi greinum:
-
Evista
-
Fareston
*Málsgreinar merktar stjörnu eru innskot þýðanda.
ÞB