Evista og Fareston
Evista® (efnafræðiheiti: raloxifene) er SERM-lyf sem samþykkt hefur verið af FDA (U.S. Food and Drug Aministration)í því skyni að:
-
Minnka líkur á hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini hjá konum komnum yfir tíðahvörf (úr barneign) sem ekki hafa greinst en eru í áhættuhópi með miklar líkur á að fá sjúkdóminn.
-
Minnka líkur á hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini hjá konum komnum úr barneign sem fá meðhöndlun við beinþynningu en hafa ekki greinst með brjóstakrabbamein
-
meðhönda og koma í veg fyrir beinþynningu hjá konum komnum úr barneign.
*Kona getur verið komin sjálfkrafa úr barneign vegna aldurs eða starfsemi eggjastokkanna hefur verið stöðvuð með lyfjum eða þeir fjarlægðir með skurðaðgerð.
Evista er ekki notað til að meðhöndla brjóstakrabbamein eftir að það hefur greinst. Evista hrífur heldur ekki á brjóstkrabbamein þar sem hormóna viðtökum er ekki til að dreifa (hormónaviðtaka-neikvætt brjóstakrabbamein).
Evista er í töfluformi og ein tafla tekin inn einu sinni á dag með eða án matar. Flestir læknar mæla með að taflan sé að jafnaði tekin inn á sama tíma dags.
Gagnsemi Evista
Gerð var mikið rannsókn, STAR (Study of Tamoxifen and Raloxifene) þar sem Evista var borið saman við tamoxifen, sem er annað SERM-lyf, til að kanna hvort annað lyfið væri betra en hitt þegar kemur að því að minnka líkur á hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini hjá konum komnum úr barneign. Rannsakendur könnuðu líka hvort konur komnar úr barneign sem tóku ýmist inn Evista eða tamoxifen, nytu sömu lífsgæða. STAR-rannsóknin leiddi í ljós að Evista og tamoxifen sýna sama árangur í því að minnka líkur – bæði lyfin minnka líkur á hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini um 80%. Bæði lyfin sýna sömu niðurstöðu þegar almennt lífsgæði eru annars vegar.
Líkt og tamoxifen getur Evista styrkt bein kvenna sem komnar eru yfir tíðahvörf og dregið úr hættu á beinþynningu. Komið hefur í ljós að Evista minnkar líkur á broti í hryggjarliðum af völdum beinþynningar.
Ólíkt tamoxifen, hefur CYP2D6-ensímið ekki áhrif á Evista. Líkaminn notar CYP2D6-ensímið til að breyta tamoxifeni í virka mynd. Tvennt getur truflað hæfileika líkamans til að gera þetta: annars vegar gallað CYP2D6-ensím og hins vegar ákveðin lyf sem loka á starfsemi þessa ensíms. Evista kann því að vera góður kostur þegar á að minnka líkurnar hjá konum sem komnar eru úr barneign en með líkur yfir meðallagi á að fá brjóstakrabbamein, séu þær með gallað CYP2D6-ensím eða á einhverju öðru lyfi sem hindrar starfsemi CYP2D6-ensíms.
Aukaverkanir Evista
Evista er lyf sem hefur áhrif á estrógen á valkvæðan hátt og getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, þar á meðal blóðtappa, heilablóðfall og krabbamein í legslímhúð. Séuð þið læknir þinn að íhuga Evista® sem hluta af meðferð þinni, láttu hann þá vita ef þú reykir eða hefur einhvern tíma fengið blóðtappa eða snert af heilablóðfalli. Sértu í meðferð með Evista® hafðu þá tafarlaust samband við lækni þinn ef þú verður vör við eftirtalin einkenni:
-
verk í leggjum eða hita í kálfum
-
bólgur í leggjum, höndum eða fótum
-
brjóstverk
-
andþrengsli
-
sjóntruflanir
-
máttleysi
-
erfiðleika með að tala eða skilja
-
skyndilegan slæman höfuðverk
Algengustu aukaverkanir Evista eru:
-
hitakóf
-
fótleggjakrampi
-
bólgur
-
flensulík einkenni
-
svefntruflanir
-
lið- og beinverkir
-
sviti
-
þurr húð
Til eru þær konur sem hafa kvartað yfir minnisleysi á meðan þær tóku lyfið. Engar áreiðanlegar niðurstöður hafa fengist hvað þetta varðar, en með Co-STAR-rannsókninni (Cognition in the Study of Tamoxifen and Raloxifene) eru m.a. könnuð áhrif Evista® (efnafræðiheiti: raloxifene) og tamoxifens á minni fólks og hugarstarfsemi.
Hve lengi er Evista® tekið?
Þar sem Evista® er tiltölulega nýtt lyf (samþykkt af FDA árið 2007 í því skyni að minnka líkur á hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini hjá konum komnum úr barneign sem aldrei hafa greinst með sjúkdóminn) er enn óljóst hve lengi er rétt að taka inn Evista® til að ná sem bestum árangri í að minnka líkurnar. Í STAR-rannsóknni tóku konur inn Evista® í 5 ár. Það fer eftir aðstæðum þínum hvort læknir þinn mælir með að þú takir inn Evista lengur eða skemur en svo.
Fareston®
Fareston® (efnafræðiheiti: toremifene) hefur verið samþykkt í því skyni að meðhöndla konur sem komnar eru úr barneign og hafa greinst með langt gengið (meinvarps-) hormónaviðtaka-jákvætt brjóstakrabbamein.
*Kona getur verið komin sjálfkrafa úr barneign vegna aldurs eða starfsemi eggjastokkanna hefur verið stöðvuð með lyfjum eða þeir fjarlægðir með skurðaðgerð.
Fareston® hrífur ekki á brjóstkrabbamein þar sem hormónaviðtökum er ekki til að dreifa (hormónaviðtaka-neikvætt brjóstakrabbamein).
Fareston® er í töfluformi og ein tafla tekin inn einu sinni á dag. Flestir læknar mæla með að taflan sé að jafnaði tekin inn á sama tíma dags.
Gagnsemi Fareston®
Þar sem Fareston® er eingöngu notað til að meðhöndla meinvarpskrabbamein (krabbamein sem hefur dreift sér í aðra hluta líkamans) eru allar rannsóknir á gagnsemi þess mjög smáar í sniðum og tíminn sem fylgst hefur verið með árangri stuttur. Engu að síður hafa þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýnt að árangur af Fareston® var svipaður og af tamoxifeni hvað snertir þann tíma sem lyfið hindraði framgang meinsins.
Ólíkt tamoxifeni hefur CYP2D6-ensímið (efnahvatinn) ekki truflandi áhrif á Fareston®. Líkaminn notar CYP2D6-ensímið til að breyta tamoxifeni í virkt efni. Tvennt getur truflað möguleika líkamans á því að það gerist: galli í CYP2D6-ensími og ákveðin lyf sem loka fyrir áhrif þessa ensíms. Fareston® getur því verið góður kostur fyrir hvern þann sem er með gallað CYP2D6-ensím eða þann sem tekur inn eitthvert annað lyf sem hindrar starfsemi þess.
Aukaverkanir Fareston®
Algengustu aukaverkanir Fareston® eru:
-
æxlisupphlaup (skyndileg aukning á einkennum sem stafa frá æxli/um, svo sem beinverkir, bólga í eitlum eða útbrot á húð)
-
óeðlileg blóðkalsíumhækkun (hypercalcemia)
-
beinverkir
-
roði í húð eða útbrot
-
þurr húð
-
hitakóf
-
sviti
-
ógleði
-
skapsveiflur
-
útferð eða blæðing frá leggöngum
-
sjóntruflanir
-
augnþurrkur
-
svimi
-
bólga í höndum, fótum, ökklum eða fótleggjum
-
krabbamein í legslímhúð