Tíðahvörf og frjósemi

Blæðingar geta orðið óreglulegar meðan á meðferð með krabbameinslyfjum stendur eða hætt alveg. Sértu á barneignaraldri kunna blæðingar að hefjast á ný þegar meðferðinni lýkur. Sértu nálægt tíðahvörfum í aldri er hugsanlegt að blæðingar byrji ekkert aftur. Það þýðir ekki aðeins að þú hefur ekki framar á klæðum heldur getur þú þá ekki orðið barnshafandi.

Tíðahvarfaeinkenni — hitakófin og nætursvitinn, leggangaþurrkurinn og lítill áhugi á kynlífi — geta verið erfið hvort sem þau stafa af eðlilegum tíðahvörfum eða krabbameinslyfjum. Sumar konur taka það mjög nærri sér að hætta á túr vegna þess að þá geta þær ekki lengur eignast börn. Hins vegar eru þess dæmi að blæðingar hefjist á ný að mörgum mánuðum, jafnvel árum, liðnum frá meðferðinni.

Það er háð ýmsum þáttum hvort krabbameinslyf valda ófrjósemi, þar á meðal er tegund lyfs, skammtur og aldur konunnar. Í sumum tilfellum er ófrjósemin tímabundin, í öðrum er hún varanleg. Hvernig sem því er varið ráðleggja læknar konum á barneignaaldri að nota getnaðarvarnir meðan á meðferð stendur því að krabbameinslyf í upphafi meðgöngu geta valdið fæðingargöllum.

Þú átt val ef þú hefur áhuga á að stækka fjölskylduna að meðferð lokinn - hvort sem blæðingar byrja á ný eða ekki. Mikilvægt er að þekkja til möguleika á þungun og ættleiðingu. Á ensku er hægt að fylgjast með á heimasíðu breastcancer.org með því að smella á undirstrikuðu orðin: Ask-the-Expert Conference on pregnancy and fertility.

ÞB