Hármissir

Krabbameinslyf geta orðið til þess að þú missir allt hárið. Kannski þynnist það bara eða þú heldur því alveg. Læknir þinn getur sagt þér hvaða áhrif ákveðin lyf munu hafa á hárið. Hárið vex aftur að meðferðinni lokinni. Ekki er óalgengt að þá sé það bæði öðruvísi á litinn og viðkomu en fyrir meðferðina. Hafðu hugfast að þú getur misst hár af öllum líkamanum - ekki bara höfðinu. Stundum dettur það strax af, stundum fer það ekki fyrr en eftir nokkrar lyfjagjafir.

Engin lyf eru til sem geta komið í veg fyrir hármissi meðan á meðferð með krabbameinslyfjum stendur. Þú ættir að fara sérlega vel með hárið á meðan - nota milt hárþvottaefni, mjúkan bursta og lágan hita á hárþurrkunni. Læknirinn mun skrifa beiðni fyrir þig um hárkollu. *Tryggingastofnun ríkisins greiðair kostnað vegna kaupa á hárkollu upp að vissu marki. Oftast dugar greiðslan fyrir góðri kollu eða öðru sem þú kýst að hafa á höfðinu. Kynntu þér reglurnar!

Gerðu það sem þér finnst best. Viltu raka á þér höfuðið? Gerðu það. Ganga með hárkollu? Fínt. Hylja höfuðið með skrautlegum klútum eða öðru sem þér finnst flott? Það gæti átt við þig. Ganga um sköllótt? Ljómandi. Mundu bara að nota sólarvörn, hatt eða klút til að verja höfuðið þegar þú ert í sól .

Lestu endilega meira um hár og höfuðbúnað í kaflanum um Hár, húð og neglur í hlutanum um Bata og endurnýjun.

ÞB