Hand- og fótkvillar


Taxane-lyfin Taxol®, Taxotere® (og Abraxane® sem ekki er á lyfjaskrá hérlendis) svo og lyfið Xeloda® (efnafræðiheiti: capecitabine) geta valdið óþægindum, verkjum og doða í höndum og fótum sem einu nafni kallast taugakvilli. Yfirleitt varir þetta ástand ekki lengi og gæti lagast eftir nokkra mánuði. Þess eru þó dæmi, þótt ekki séu þau mörg, að áhrifin hverfi ekki.

Konum með dreift krabbamein (meinvörp) er oft gefið Xeloda® ásamt Taxotere®. Í sameiningu geta þessi lyf valdið taugakvilla.

ÞB