Særindi í munnholi
Krabbameinslyf geta framkallað sár í munni og hálsi. Í þessi sár geta auðveldlega borist gerlar og vírusar sem er að finna í munninum. Lyfin geta einnig þurrkað munnvef og valdið ertingu sem gæti farið að blæða úr.
Lyf: Sértu með særindi í munnholi skaltu biðja lækni þinn um lyf til að bera á sárin; ekki nota lyf sem hægt er að fá án lyfseðils í apótekum nema tala fyrst við lækninn. Notaðu varasalva ef varirnar eru þurrar. Ef þú ert með óvenjumikinn munnþurrk skaltu ræða við lækni þinn um að fá að nota gervimunnvatn.
Lifnaðarhættir:
-
Farðu til tannlæknis og láttu laga það sem laga þarf áður en þú byrjar meðferð með krabbameinslyfjum.
-
Hafðu hugfast að góð munn- og tannhirða er afar mikilvæg.
-
Notaðu mjúkan tannbursta sem særir ekki gómana þannig að blæði úr þeim.
-
Forðastu munnskol sem inniheldur vínanda (alkóhól) því að það getur sviðið illa undan því.
-
Sértu viðkvæm í munninum skaltu borða kaldan eða stofuheitan mat því að heitur matur eða drykkur getur ert munnholið.
-
Drekktu mikinn vökva.
-
Sértu mjög sár i munninum skaltu borða mjúkan mat. Borðaðu ekkert sem getur ert munnholið eða er súrt og gæti skaddað góma og framkallað sár í munnholinu.
ÞB