Sýkingar

Meðferð með krabbameinslyfjum getur aukið hættu á sýkingum. Krabbameinslyf hafa áhrif á beinmerginn og draga úr hæfni hans til að framleiða hvít blóðkorn - einmitt þær frumur sem berjast gegn flestum tegundum sýkinga.

 • Lyf: Fækki hvítum blóðkornum um of getur læknir þinn ávísað á lyf eins og neupogen (efnafræðiheiti: filgrastim) sem vinnur að því að fjölga hvítum blóðkornum og draga þannig úr hættu á sýkingum. Lyfinu er sprautað í líkamann undir húð og læknir þinn eða hjúkrunarfræðingur getur kennt þér að sprauta sjálfa þig. Fari hvítu blóðkornin niður fyrir ákveðin mörk getur þurft að minnka lyfjaskammtinn eða fresta lyfjagjöf um tíma.


 • Lifnaðarhættir:
 1. Þvoðu þér oft á dag um hendur með sótthreinsandi sápu - sérstaklega áður en þú færð þér að borða og eftir að þú hefur farið á snyrtingu.

 2. Haltu þig frá fólki sem er með smitandi sjúkdóm eins og kvef, mislinga eða hlaupabólu.

 3. Rífðu hvorki né klipptu naglabönd.

 4. Notaðu krem eða olíu á húðina áður en hún verður of þurr eða fer að springa.

 5. Njótir þú þess að vinna í garðinum skaltu nota góða hanska til að verja hendurnar.

 6. Vertu alltaf með hanska á höndunum þegar þú þrífur upp eftir dýr og vertu alltaf í skóm til að verja fæturna.

 7. Notaðu dömubindi fremur en tappa til að minnka líkur á sýkingu og notaðu svitalyktareyði fremur en svitakrem af sömu ástæðu.

 8. Samfarir skyldu alltaf vera áreynslulausar og ef á þarf að halda með miklu sleypiefni til að koma í veg fyrir að sprungur myndist í slímhúð legganga.

 9. Fáir þú hita, skaltu samstundis tala við lækninn. Taktu ekki inn lyf eins og aspirín, acetaminophen eða önnur hitalækkandi lyf án þess að tala fyrst við lækni þinn eða hjúkrunarfræðing. 

ÞB