Þreyta og blóðleysi

Margar konur upplifa mikla þreytu eftir meðferð við brjóstakrabbameini. Þreytan getur verið allt frá því að vera væg í það að vera nánast lamandi. Þreytan er oft afleiðing blóðleysis, kvilla sem stafar af því að krabbameinslyf fækka rauðum blóðkornum.

*Óvissa ríkir um hversu heppileg eftirfarandi lyf eru þar sem rannsóknir benda til að þau geti minnkað lífshorfur, m.a. vegna blóðsegamyndunar.

Lyf: Ný lyf sem nefnast epogen (efnafræðiheiti: epoetin alfa), procrit (efnafræðiheiti: epoetin alfa), og Aranesp (efnafræðiheiti: darbepoetin alfa) hjálpa líkamanum að fjölga rauðum blóðkornum og geta því lagað orkubúskapinn þegar blóðhagurinn vænkast. Sértu ekki blóðlaus geta þessi lyf ekki bætt líðan þína. Lyf þessi fjölga heldur ekki rauðum blóðkornum hjá öllum sem þau fá.


Lifnaðarhættir: Hvíldu þig oft. Sértu vön tólf stunda vinnudegi gætirðu þurft að fækka þeim í átta (eða minna - hlustaðu á líkamann!). Njóttu hóflegrar líkamshreyfingar sem getur í raun hjálpað þér að draga úr þreytu. Þiggðu hjálp frá öðrum við dagleg störf eins og þrif, innkaup, skutl og þess háttar. Lærðu á sjálfa þig og hvar mörkin liggja. Ekki reyna að vera ofurkona.

 

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda vegna athugasemda lesarans, Helga Sigurðssonar, krabbameinslæknis og prófessors.

ÞB